já þessa peysu ætlaði ég að nota 17. júní síðastliðinn. Var alveg ákveðin í því að hún væri kjörin sem svona sumar-hlý-peysa. Ekta til að vera í á köldum sumarkvöldum.
En svo liðu dagarnir, vikurnar og mánuðirnir og peysan var óhreyfð. Það var ekki fyrr en ég kíkti á bloggið hennar Arndísar að ég lét mig hafa það. Hún var að segja frá hóp á Ravelry sem væri með það verkefni að ljúka einhverju verkefni í lok febrúar svo að ég sló til og ... whalla! Peysan er tilbúin og enn er janúar!
Þú kannski spyr þig af hverju tók þetta svona langan tíma. Peysan er í raun þannig séð ekkert flókin, bara garðaprjónn. En ef maður hefur 8 hnykla í einu á meðan maður prjónar þá er maður endalaust í því að leysa svona...
og svona...
og svo allir endarnir og, og, og...
ertu ekki alveg að "feel my pain"?
En ég er allavega mjög ánægð með að vera loks búin með hana. Nú þarf ég bara að nota hana. Það sorglega er að líkurnar á að ég noti hana eru skelfilega litlar, hef sjaldnast notað þær peysur sem ég prjóna á sjálfan mig. En við látum allavega reyn á það.
12 ummæli:
Húrra! Hún er sjúklega flott... I feel your pain.... ég er í svipuðum pakka... nenni sjaldnast að ganga í peysum sem ég prjóna því ég er alveg komin með ógeð á þeim þegar ég klára þær.... en.... bíddu í svona mánuð...án þess að prófa hana...og prófaðu svo... virkar oftast hjá mér!
Hún er stórkostleg! Keyptirðu ekki garnið í hana um leið og við keyptum í lopapeysurnar á börnin mín? Litirnir eru himneskir og ég heimta mynd af þér í peysunni!!!
kv.
E.
Töff í töff!
Gott ráð að bíða í mánuð eða svo!
annars er ég viss um að það er fullt af fólki out there sem vill ganga í peysunni :)
Ps.
Ohhhh hvað ég hlakka til að koma heim og fara í peysuna sem þú prjónaðir á mig. Gleymdi henni í hitanum hérna úti!
Til hamingju, þvílík hetja!
Flott, litirnir eru líka æði :)
...Ég held að mín peysa fái bara að bíða, vantar 2cm á seinni ermina og ég get ekki einu sinni horft á hana. Passa hvort sem er ekki í hana núna :p
Þóra
úúú fullt af kommentum me like it :)
Takk takk allar já þetta var þrekvirki, ég er ekki eins og Arndís sem hef gert tvær!!! Ég er alveg að klappa á bakið á sjálfri mér hér sko :)
oh frú E. mikið er ég fegin að fatta hver þú ert. Jú mikið rétt, keypt í sömu ferð en tók ögn lengri tíma að láta þetta renna af prjónunum.
Fíla það líka hvað Colembía er að koma sterk inn sem lesendahópur hér á Z-unni! Like like like it :)
Í svartar leggings, svarta hælaskó og peysuna - slærð í gegn!
þetta minnir mig á tölvukapla... líklegast jafn gaman að leysa úr þeim
Væri gaman að sjá mynd af þér í peysunni :)
-Begga
GEGGJUÐ peysa...
Kv Unnsa
Svo gaman að kíkja hérna inn til þín öðru hvoru og sjá hvað listakonan er að bardúsa.
Væri gaman að sjá þig í peysunni. Mér finnst hún svooo kúl
Þetta er geggjuð peysa Marín, ég hef aldrei séð þig í henni!
Ína.
Fallegir litir og frábær vinnubrögð. Ég er mjög hrifin af svona peysum.
Skrifa ummæli