Pages

sunnudagur, nóvember 14, 2010

Prjónað úr afgöngum

Ef ég á að halda úti þessari heimasíðu þá þarf ég víst að henda inn færslu við og við. Það er búið að vera mjög mikið að gera upp á síðkastið, en ég hef líka verið dugleg að prjóna. Það sem vantar er að taka myndir af því sem ég geri og henda því hingað inn. Vonandi verður bót á máli.

Í sumar fór ég í sjálfskipað "prjónagarn-verslunar-bann". Mjög fúlt bann, en ég get víst ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. Málið er að ég var búin að fylla alla dunka, skúffur og skemla af garni og afgöngum og ég varð að stoppa. Það er bara ákveðið mikið magn sem maður getur átt af hnyklum sem keyptir voru fyrir "eitthvað fallegt".

Ég hef fengið æði fyrir að prjóna húfur. Húfurnar áttu að vera jóla og afmælisgjafir, en ég er ein af þeim sem get ekki beðið með að gefa gjafirnar, svo að allir hafa fengið sína húfu nú þegar. Kannski ég geymi það sem ég prjóna næst og bíð fram að jólum. Ye right!

Hérna má sjá tvær húfur sem ég prjónaði handa Helgu Maríu og Örnu. Ég var að bíða eftir mynd af þeim systrum en ég nenni ekki að bíða. Kannski ég set hana hingað inn síðar. Uppskriftina af húfunum má finna í fyrstu Prjónaperlubókinni og er ekki erfið, þvert á móti. Uppskriftin heitir Rósa rauða og er eftir Halldóru Skarphéðinsdóttur. Rósin sem er næld í er gerð úr efnisbútum og ég fjalla stuttlega um hér

-----
If I want to maintain this page, I may occasionally need to throw in a post or two. I have been busy but at the same time very active in knitting, but not as good at taking pictures and writing about it. Hope that there will be some improvement soon.

Then this summer I've been on a yarn-purchasing ban. A very frustrating ban my I ad, but apparently I can only blame myself. The thing is that I had filled all the boxes and drawers with yarn and I had to stop. I'm quite amazed what Halldor has been sweet about it, I know I wouldn't be if it was all his stuff.

Well, to the point, I have endless amounts of yarn that has been bought for "something sweet/fun project"

These days I knit hats. The hats were supposed to be Christmas and birthday presents, but I'm one of those people who can not wait to give gifts, so I have given them all away... well maybe I can wait with the next thing I knit? Ye right!

Here are two hats I made for Helga Maria and Arna. I was waiting for a photo of the sisters but ... I will post it later. The pattern of the hats can be found in the book Iceland knits (first book) and the hat is called Rosie the red by Halldóra Skarphéðinsdóttir. The flat flowers are made out of materials left overs, but I once wrote about them here

4 ummæli:

Arndís sagði...

Úff þyrfti að fara í prjónagarn-verslunar-bann. Ætlaði að gera það um daginn en ákvað síðan að gefa Rauðakrossinum alla "leiðilegu" afgangana (litir sem mér finnst ekki vera skemmtilegir) og allt í einu átti ég fullt af plássi til þess að kaupa nýtt garn!

Úff en sjálfhverft comment! Allavegana vildi bara segja... flottar húfur og mjög skemmtilegt blogg!

Anna Lú sagði...

Krútt húfur!!

Þóra sagði...

Rosalega fallegar, þú ert snillingur :)
Fyndið að þú sért líka í garnkaupabanni...
Garnkaup mín hefjast aftur 9.des kl. 17:00 :) Eftir 4 mánaða stopp!

Marín sagði...

Vá hvað það er gott að vita af fleirrum í svona banni. En já þessu banni verður að linna, bara leiðindi.

Svo er Arndís með þetta, henda þessu öllu í RKÍ og kaupa svo meira fallegt!