Pages

fimmtudagur, nóvember 18, 2010

það er ljótt að stela... ...en! / you shoud not steel ... ... but!

...það á ekkert að koma neitt "en" en samt er það þarna!

Það er í alvörunni ljótt að stela, en stundum er spurning hvenær þjófnaður er þjófnaður. Ég er í svolítilli tilvistarkreppu. Við fjölskyldan fórum eins og frægt er orðið til Færeyja í sumar, skemmtileg ferð og margt fallegt, sniðugt og flott að sjá. Þá sérstaklega fatahönnuðirnir Guðrún og Guðrún, alveg svakalega smart skvísur þar á ferð. Ég var alveg staðráðin í að kaupa mér eitthvað hjá þeim, alveg þar til ég sá verðmiðann.

Flott peysa úr lopa (sem er mjög einföld í raun) kostaði um 40.000.- ískr. Fyrir kreppugrís er það helvíti mikið. Sérstaklega þar sem peysan leit út fyrir að vera ekki mikið meira en þriggja kvölda vinna eða svo. Svo var systa líka fljót að finna mynd af peysunni á netinu, enn fljótari að telja út og áður en ég vissi af var ég komin með uppskriftina í hendurnar.

...og ég átti eftir að prjóna peysu handa Bryndís súper-skvísu frænku. Svo það voru góð ráð dýr. Færeyska peysan rann af prjónunum á nokkrum kvöldum. Eftir að hafa klárað hana var haldið í mátun til vinkonunnar og áður en ég vissi af var komin pöntun fyrir annarri, svo að önnur fæddist. Tvær þjófapeysur og nagandi samviskubit.



En þar sem munstrið á peysunni er gert fyrir þær konur sem minna helst á Bíafrabörn hentar hún mér illa. Svo að ég er að vinna að breyttri peysu, en það sem er svo töff við þess að hún er prjónuð úr léttlopa á prjóna 9 þannig að hún verður gisin og létt. Mjög töff!
Vona peysan sem er "inspired by Guðrún og Guðrún" verði líka töff, ath, inspired by ekki stolin ;)

---

... no but should be there, but it is!

It is really bad to steal, but when is a stolen thing really a stolen thing? I have a little problem. My family went to Faroe Island this summer, very entertaining journey, many beautiful, brilliant and cool things to see. Especially clothing designer Gudrun and Gudrun. Really smart ladies. I was so determined to buy something for myself there, just until I saw the price.

A really cool sweater from wool (which is very simple in fact) would cost about 40,000,- iskr. ($355 or 260 Euro). For a bankrupt Icelander it was to much. Especially since the sweater looked to be not much more then a three-evening work or so. So I have a sister, and she is quick. Quick to find a picture of the sweater on the Internet, even quicker to count the pattern out and before I knew it, I had the pattern in my hands (or in my mailbox).

...and I was going to knit a sweater for my super cute niece, Bryndís Erla. So now I had to knit it. The Faroese sweater went loop after loop over my needles for few nights. After I finished it I took the sweater for a fitting and soon after that I had promised to knitt an another one. Two stolen sweaters were made and a big guilty feeling.

However, since the pattern for the sweater is made for a very hungry girls it was not as suitable for all-of-me. So I'm working on a new one for myself. What I really like about this sweater is it is knitted with Léttlopi on needles no. 9 so it is very light. Very cool! Hope my new "inspired by Guðrún and Guðrún" sweater will be cool as well, note, inspired not stolen ;)

5 ummæli:

Arndís sagði...

Æðislegar peysur. Verð að viðurkenna að ég hef líka gert peysu sem er "inspired" :)

Kristín Hrund sagði...

Kannski er þetta peysan og uppskriftin??:
http://www.superbrugsen.dk/upload/modul/sb/diverse/0411200814430644849.pdf

Marín sagði...

Þær eru vissulega líkar, en þetta er ekki sama peysan :)

Elín sagði...

Ég glími oft við þessa pælingu líka.

Mín skoðun er sú að ef ég GET gert e-ð stykki án þess að hafa uppskrift þá geri ég það. Hugmyndasmiðurinn að þessu getur ekki bannað það.

EN ef ég myndi svo skrifa uppskriftina að þessu stykki upp og gefa hana EÐA fara að selja mín stykki ódýrari heldur en upprunalegi hugmyndasmiðurinn þá er ég orðin ómerkileg.

Ég sjálf er að gera uppskriftir og selja og ég skrifa þetta í raun frá því sjónarmiði.

Nafnlaus sagði...

Sæl, ég er stödd í Færeyjum og langar sjúklega miki í svona peysu ! geturðu kannski birt uppskrifina ? kv. SB eða jafnvel bara mynstrið ?