Það er ekki hægt að segja að ég hafi verið dugleg upp á síðkastið, en... ég er að vinna í því!
...og svo þó að ég sé ekki að pósta hérna inn þá er ekki þar með sagt að ég sé ekki að hanga á netinu og skoða allt það fallega sem verið er að gera þarna úti í cyber-space.
Ég er líka að fara í gegnum tímabil þar sem hárið á mér er afskalega ljótt, það er svona ekkert! Hlakka ekkert smá til að fara til hans Oddvars í næstu viku og láta hann gera mig gordius!
Svo stundum þegar maður að hanga á netinu þá dettur maður niður á eitthvað svona fallegt. Á síðunni A Beautiful mess má finna svo margt fallegt augnakonfekt.
og það sem meira er, að hún er búin að pósta hvernig maður ber sig að... kannski verð ég bara fín um hárið um helgina?
1 ummæli:
Snilld er líka á slæmu hártímabili..
Skrifa ummæli