Pages

þriðjudagur, september 07, 2010

Mont blogg

Ég er voða montin af því að hafa verið kölluð til og beðin um að leiðbeina Hönnunarhópi Rauða krossins í Kópavogi. Þetta er hópur af stelpum sem koma saman aðra hverja viku og skapa og búa til nýja hluti úr gömlum og selja á mörkuðum deildarinnar. Flottur hópur.
Ég var beðin að leiðbeina þeim með slána, en ég endaði á að kenna þeim að gera blómin, því það er svo gaman að skreyta allt með þeim...

Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu

Flottur hópur
Blómarós

Afraksturinn fyrsta hálftímann

Hlakka til að vera boðin aftur og þá ætla ég að eyða meiri tíma með þeim. Takk fyrir mig stelpur!



2 ummæli:

Annalú sagði...

Þyrfti að hitta þig oftar Marín til þess að koma mér í prjóna/hekl/föndurgírinn.
Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér.

Marín sagði...

...og ég þarf að hitta þig Anna oftar til að koma mér í rauðvínsgírinn :)
Við ættum að geta reddað þessu!