Ég er voða montin af því að hafa verið kölluð til og beðin um að leiðbeina Hönnunarhópi Rauða krossins í Kópavogi. Þetta er hópur af stelpum sem koma saman aðra hverja viku og skapa og búa til nýja hluti úr gömlum og selja á mörkuðum deildarinnar. Flottur hópur.
Ég var beðin að leiðbeina þeim með slána, en ég endaði á að kenna þeim að gera blómin, því það er svo gaman að skreyta allt með þeim...
Hér koma nokkrar myndir frá kvöldinu
2 ummæli:
Þyrfti að hitta þig oftar Marín til þess að koma mér í prjóna/hekl/föndurgírinn.
Þetta hlýtur að fara að koma hjá mér.
...og ég þarf að hitta þig Anna oftar til að koma mér í rauðvínsgírinn :)
Við ættum að geta reddað þessu!
Skrifa ummæli