Pages

miðvikudagur, ágúst 11, 2010

Yoyo blóm


Mamma og pabbi voru bæði 60 ára rétt fyrir verslunarmannahelgi og í tilefni þess var haldin veisla. Eins og svo oft áður þá opna ég fataskápinn og finn ekki neitt. Ástæðurnar geta svo sem verið margar:

1) ég nennti ekki að þvo þvottinn og því ekkert hreint (allt of algengt)
2) allt er svart í fataskápnum og því ómögulegt að finna nokkurn skapaðann hlut þar inni (því miður satt).
3) og mikið notuð afsökun ég hef ekki verslað mér föt í háa herrans tíð (alveg dagsatt!)

Það voru því góð ráð dýr, ég dró fram gamlan en fallegan svartan bol sem ég hef lítið sem ekkert notað. Síðan fann ég efnisafganga af kjól sem hefur sitið hálf kláraður í Hagkaupspoka frá því herrans ári 2007 og ég fór að dunda mér við Yo Yo dúllur sem ég hef áður talað um. Það eru til mörg hundruð DIY myndbönd og færslur um Yo Yo dúllur og hér kemur ein til viðbótar by-yours-truly!



















Til þess að Yo Yó blómið sé fallegt þarf efnið að vera fallegt, ég er mjög hrifin af þessum blágráa efni. Verst að kjóllinn varð aldrei til.




















Svo var að finna skál sem var hæfileg til að búa til sniðið. Ekki er verra að hafa skálina svolítið fallega, það er bara skemmtilegra að vinna með fallega hluti.




















Auðvita fann ég ekki fatakrítina sem ég keypti dýrum dómum um daginn, svo að krítarnar hans Högna voru notaðar í staðin. Einn hringur í kringum skálina og whalla.... tilbúið til að klippa.




















Þá byrjar saumaskapurinn mikli. Brjótið upp á endann á efninu og saumið með litlum sporum allan hringinn.
























Það er víst þannig að því smærra sem sporið eru því minna verður gatið í miðjunni. Ég var ekki nógu ánægð með gatið í miðjunni, fannst það ekki nógu fallegt svo að ég náði í kistillinn minn fína frá því að ég var 14 ára gelgja í Mosó.

























Það er nefnilega smá kostur að vera safnari, ég hef ekki hent perlu úr hálsfesti né teygju sem hefur slitnað síðustu ár. Allt fer í kistillinn. Enda hefur hann oftar en ekki komið að góðum notum.




















Þessar hvítu perlur voru fundnar og fengnar í verkið.

























Eftir að hafa fest perlur í gatið, leit Yo Yo blómið einhvernvegin svona út.




















Að þessu loknu stakk ég nálinni í gegnum blómið og batt hnút, þannig festi ég YoYo blómið á sinn stað.

Þá var komið að því að framleiða nokkur blóm til viðbótar og skella þeim á gamla svarta bolinn sem ég fann inni í skáp.


og þá leit bolurinn einhvernveginn svona út.



















og ég var tilbúin að fá mér ískaldan svona...




















...og brakandi ferskt svona!

















P.s endilega skrifið athugasemd ef þið hafið eitthvað við að bæta!

----

Mom and dad both turned 60 just before the trip to Faro Island and to celebrate it they had a great party. As so often before, I open my closet and could not find anything to were.

The reasons can be many:
1) I do not do laundry to offen (way too common).
2) all I have is black and it is impossible to find anything in their (unfortunately true).
3) is a vary used excuse, I have not gone shopping for way to long time (quite true!).

What could I do? I drew out an old but beautiful black shirt that I have not used to much. Then I found the material leftovers of dress that has not bin finished since I started it in 2007. And I start doing some Yo Yo's (also mentioned here). There are hundreds of DIY videos and posts on Yo Yo, and here is one additional by-your-truly in Icelandic!

After the top was ready, I sure was ready for one Ice cold beer and fresh sushi with great friends.

ps. I love comments

8 ummæli:

Eyrún Elly sagði...

Mjög flott :) Endalaust skemmtilegt að pæla í fatabreytingum!

Andrea sagði...

Vá, flott hjá þér - og sniðug hugmynd :)

Nafnlaus sagði...

já fatabreytingar eru alltaf skemmtilegar því að þá verða gömlufötin ný án þess að hálfur launaseðillinn fari í málið.

Nafnlaus sagði...

Þú varst svo fín í þessum bol með fallegu blómin saumuð í hann. Snilld.

Unknown sagði...

Ég ætlaði nú ekki að vera nafnlaus þarna á blogginu þínu. Prófa aftur. Mamma

Unnsa mágkona sagði...

Jii hvað þetta er sniðugt... Ætla að prófa að tjasla upp á gömlu druslurnar mínar... Búin að setja síðuna í favorit

hjemmemortil9 sagði...

you did great - now you have something to wear njext time to...!

hjemmemortil9 sagði...

you did great - now you have something to wear njext time to...!