Pages

mánudagur, júlí 26, 2010

Sláin

Ég var beðin um að sauma slá fyrir eina sem vinur með mér. Það er lítið mál að gera þessa slá, sjá betur færsluna hér að neðan.
Þessi slá er frábær vegna þess að hún passar yfir allt, er ekki of þykk, ekki of fín en samt mjög fín. Maður getur dressað hana "upp" og "niður" og auka kíló til eða frá skipta ekki máli.
Ég get saumað svona slá eftir pöntunum en eins og ég segi það er fáránlega lítið mál að sauma hana, kíkið á færsluna hér að neðan og 90 mín síðar ættu þið að geta átt svona slá.

En svona lítur hún út tilbúin!






3 ummæli:

Eyrún Elly sagði...

Vá, svo fínt! ;)
Líst vel á þessa síðu þína - langar líka doldið að prófa að gera svona slá...

Nafnlaus sagði...

:) gott að heyra að reynsluboltinn fílar 'etta ;)

Endilga póstaðu mynd ef þú saumar eitt stk, vil gjarna sjá :)
-marín

Karen Karólínudóttir sagði...

Sláin er rosa flott, en ég gæti ekki fyrir mitt litla líf saumað svona :-)