Pages

fimmtudagur, júlí 22, 2010

Prjónaður fíll, er það díll?

Það er fátt sem mér finnst krúttlegra en hekluð dýr og þau eru ófá dýrin sem Högni hefur fengið á sinni stuttu ævi. Nýlega fann ég svakalega sæta uppskrift af prjónuðum fíl (eða vúhúú eins og Högni kallar fíla) á Ravelry sem er heimasíða sem allir prjónarar og heklarar eiga að vera skráðir inn á. Uppskriftina af fílnum má finna hér.
















Minn fíll var ekki alveg eins sætur og ég hafði vonað. Ég prjónaði hann upp úr marglitu garni (ætlaði að auðvelda mér verkið því hann er svo sætur svona röndóttur) en það kom ekki nógu vel út. Held að það hefði verið skemmtilegra að gera hann einlitan frekar. Geri það næst ;)


















...sá stutti var mjög sáttur við hann. Kyssti hann meira að segja beint á ranann þegar hann fékk hann í hendurnar, svo mamman er sátt!



















Hekluð dýr eru frábær í afmælispakka fyrir káta krakka. Um daginn fórum við í tvíbura afmæli og þau fengu kanínurnar vinsælu sem hófu þetta dýra æði mitt.
Svo er afmælis-helgi framunda. Hver veit hvernig hún fer með heklunálina. ...mjá!

1 ummæli:

Karen Karólínudóttir sagði...

Sætir báðir, fíllinn og strákurinn :-)