Pages

mánudagur, ágúst 13, 2007

Merkilegt!

Þá hef ég fengið staðfestingu á því að þær Kerla og Fjóla Dögg eru miklar rauðvínskonur og vita fátt betra en gott rauðvínsglas, nema þá kannski líka opin rauðvínsflaska.

Hitti svo mömmu í gær og var að spjalla við hana um daginn og vegin og hvernig helgin hafði verið. Ég að sjálfsögðu sagði henni frá matargestunum mínum

Samræður:

Mamma: Já og hverjar komu?
Z-an: Kerla og Fjóla
M. Hvaða Fjóla
Z. Fjóla Dögg
M. Nei í alvöru spilar hún ekki á fiðlu
Z. Nei flautu
M. Já mamma hennar og ég erum góðar vinkonur
Z. Nú?
M. Já hún Ásta, við vorum saman í kennó og svo í Fellaskóla. Mamma kallar á Pabba. Veistu hver var í mat á N35?
P. Nei hver?
M. Dóttir hennar Ástu!
P. Nú í alvöru!

Merkilegt finnst ykkur ekki?

2 ummæli:

Fjóla Dögg sagði...

Vá en merkilegt. Hverjir eru foreldrar þínir?

Annars takk fyrir æðislegt kvöld, frábæran mat, rauðvín og félagsskap. Hlakka til næst ;).

Ásta sagði...

Merkilegt og sannarlega gaman að þessu...ég man vel þegar við mamma þín vorum ófrískar af ykkur Fjólu Dögg...hún átti þig samt fyrr og ég beið aðeins lengur...en ég bið voða vel að heilsa foreldrum þínum.
Ásta Fjólumamma