Pages

sunnudagur, júlí 15, 2007

Sumarið

Sumarið er aldeilis gott í ár, þetta er eins og sumrin þegar maður var krakki, allavega eins og ég man þau. Alltaf gott veður, alltaf sól og alltaf gaman.


Sjálf fannst mér sumarið byrja heldur seint í ár, en þegar það byrjaði vá þvílíkur munur. Ég er búin að taka mér smá frí, fyrst viku í sólarlöndum og svo þrjá daga hérna heima, þvílíkur lúxus, sérstaklega vegna þess að síðstu tvö ár notaði ég sumarfrí og jólafrí til að lesa fyrir próf. Nema hvað í dag fórum við hjúin í smá veiðiferð sem er alveg frábært... þó að það veiðist ekkert.

Við förum gjarnan bara með eina stöng, annað okkar lemur ána og hitt situr á bakkanum, í klappliðinu. Ég á það til að vera síður með stöngina þar sem mér finnst alveg gaman að vera í klappliðinu eða tína ber, blóðberg eða fjallagrös.

Ég var að lesa mig til áðan á netinu og fjallagrös má nota í hvaða brauð uppskrift sem er, það vissi ég ekki þó að það sé mjög lógíst. Ég hef bakað sérstak "fallagrasa brauð" sem ég fann í eldgamalli uppskriftabók hjá mömmu á sínum tíma. Brauðið var ágætt en heilmikið vesen að baka það þannig að nú verður forvitnilegt að sjá hverning venjuleg brauðuppskrift smakkast. Hlakka eiginlega svolítið til að prófa það.


Svo er það blóðbergið, ylmandi góða og bleika blóðberg. Ohhh ég elska blóðberg það er eitthvað svo íslenskt. Ég ímynda mér oft að Birki og Blóðbergskrydd sé eins og Ísland mundi smakkast ef maður gæti borðað það og þá á lambakjöti að sjálfsögðu! En þar sem ég var að forvitnast á netinu þá las ég mér líka til að Blóðberg og Timian er í raun náskyldar jurtir. Þá er mjög gott að safna jurtinni, þurka hana og saxa og geyma allt árið og spara sér 236.- kr. sem krukkan af Timian kostar í Hagkaupum, plús að fá titilinn Grassa Gudda 2007.


Og svo að lokum, fyrir þá sem enn hafa áhuga á grasafræði 101 þá eru það margir sem rugla þessari hérna jurt sem myndin sýnir hér að neðan og er líka bleik við Blóðberg, en þetta er ekki blóðberg, man ómögulega hvað blessað grasið heitir en þetta er ekki Blóðberg (Lambagras... man það núna!). Lyktar ekki jafn vel og er erfiðara að týna, þannig að algjört bann að rugla þessu tveimur saman. Hef samt gert það sálf hérna á buffoló og tark árunum, en er nú eldri, vitrari og lægri í loftinu.


Og hér með líkur grasafræðslunni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir....
lýkur námskeiðinu ekki með brauðsmakki?

Kerla

Nafnlaus sagði...

...ég að vísu henti fjallagrasinu. En ég skal bjóða þér í heimabakað brauð "any time you want".

Fjóla Dögg sagði...

Ég skal koma með rauðvínið ;-)

Nafnlaus sagði...

Díll fíll! :)
Þið komið þegar búið er að mála eldhúsið og ganga frá ruslinu sem safnast hefur í stofuna út af framkvæmdunum. Finnum góðan tíma. Jeijj hlakka til :)