Pages

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Konfekt


Það er svolítið kjút allt hér í vinnunni. Vinnufélagarnir eru þeir bestu sem hægt er að hugsa sér og fólkið sem maður vinnur með er líka frábært og kemur sí á óvart.

Til dæmis í gær þegar ég skrapp í mat á kaffistofuna hérna við hliðina á skrifstofunni minni læddist einn sjálfboðaliðinn inn á skrifstofuna mína með konfekt kassa, sem beið síðan eftir mér þegar ég kom úr hádegismatnum. Hann lét sig hverfa áður en ég gat þakkað honum en þar sem mig grunaði hver var að verki þá bjallaði ég í hann og þakkaði fyrir mig og spurði eins og bjáni ,,en afhverju?". ,,Bara þú leyfir okkur alltaf að nota vinnu aðstöðuna þína".
-Pælið í kjútípæ!

Engin ummæli: