Pages

þriðjudagur, nóvember 15, 2011

...svo koma jólin

Það styttist í skírn hjá okkur og nafnaleitin er í hámarki. Spurning hvað verður fyrir valinu? Úff þetta er ekkert smá flókið. Við ætlum að skíra laugardaginn 26. nóv degi á undan fyrsta í aðventu. Ég var að átta mig á því hvað það er í raun stutt í jólin.

Ákvað að kíkja á Pinterest (af því ég fer svo sjaldan þangað inn eða þannig) og fá smá jóla hugmyndir.

Þegar ég var lítil fékk ég aldrei súkkulaði dagatal (og það var fátt sem ég þráði meira en það, þá) heldur föndraði mamma dagatal og við fengum svo litlar gjafir. Ég held meira að segja að við höfum stundum skipt dögunum á milli okkar, við systkinin, en við vorum þrjú. Ég var eitthvað að barma mér með þetta og Halldór fannst ég nú ekki hafa átt erfiða æsku. Hann þurfti að "þola" það mun verr, hann vill meina að stundum hafi hann bara fengið dagatal með Jesú-myndum. Ég verð að segja að ég er ekki beint að kaup það, allavega ekki miða við hvernig tengdó dekrar við mína syni.

Nema hvað, ég mun pína mín börn líkt og mamma píndi mig og systkini mín og föndra dagatal.

Pinterest gaf mér þessar hugmyndir:



Ef maður hefur nógan tíma væri ekki leiðinlegt að prjóna 24 vettlinga



Dagatal úr tómum klósettrúllum. Einfalt og sniðugt.



Nú er komið notagildi fyrir alla sokkana sem koma einir út úr þvottavélinni.







Source: flickr.com via Marín on Pinterest



Mjög sætt!

Source: flickr.com via Marín on Pinterest



Einfalt og fallegt



Fyrir föndurlýsnar

Source: tumblr.com via Marín on Pinterest



Ótrúlega einfalt og fallegt



Önnur sokkaútgáfa



Fyrir saumakonurnar

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Langar að gera allt af þessu... en hef sterklega á tilfinningunni að ég kaupi síðasta súkkulaði-dagatalið á landinu korter í miðnætti 30. nóvember.
Anna Lú

Nafnlaus sagði...

Ekkert smá flott. Marín, ég mana þig í að prjóna vettlingana....2 stk og gefa mér hitt, af því að GLÆTAN að ég geri það og mér finnst dagatalið geðveikt flott!
Ína.

Marín sagði...

Anna ég er í nákvæmlega sömu stöðu. Efast um að ég geri nokkuð.

Ína, kannski jólin 2012 ;)