Pages

þriðjudagur, júní 07, 2011

sokkar og vetttlingar

Hvenær á maður nóg af sokkum og vettlingum? Sennilega aldrei og sérstaklega ekki þegar maður er að nálgast þriggja ára aldurinn.

Ég er enn í átakinu að prjóna úr því sem ég á og um daginn urðu þessi pör til. Garnið, norsk barna ull, fékk ég frá fallegu Ömmu minni þegar hún féll frá, en hún var ótrúleg handavinnukona og prjónaði ófá barnateppin. Uppskriftirnar eru að finna í bókinni Fleiri prjónaperlur og ég mæli auðvita með að allir prjónarar eignist eitt eintak af þeirri góðu bók.

Næsta par sem ég prjóna verður fyrir fyrir Högna, jafnvel þó að ég þurfi að kaupa garn í það fyrir hann.

3 ummæli:

Amber sagði...

Those are SO adorable!! I love the pink and white! Such a cute pattern.

Nafnlaus sagði...

Jesss...heyrði ég ekki um daginn að þessir myndu enda hjá mér?
Ína.

Marín sagði...

Thank you Amber :)
...og Ína, ef við einhvertíman hittumst þá kannski endar þetta par hjá þér :)