Pages

laugardagur, mars 19, 2011

Hjartagull

Bloggið hefur fengið að sitja á hakanum síðustu vikur. Andleysið er svakalegt og framkvæmdin engin. Þó tók ég með mér heklunálina og smá garn út og þegar ég sá þessa færslu hér hjá þeim Prjónaperlu frænkum mátti ég til með að föndra nokkur hjörtu. Ég skildi þau svo eftir hér og þar öðrum til skemmtunar, svona my way of knitt-graff.

Ég er auðvita svaklegt rebel!

fimmtudagur, mars 10, 2011

Yarn-along

Halldóra yfir-prjónaperla bauð mér fyrir helgi að vera með í einhverju sem hún kallar Yarn along. Þetta er svolítið krúttaralegt fyrirbæri, en prjónarar eru að taka myndir af því sem þeir eru með á prjónunum og þá bók sem verið er að lesa og setja á síðuna sína. Ég var þá stödd í USA á leið heim eftir ofurlanga en mjög svo skemmtilega ferð og fannst miðvikudagur í órafjarlægð. Ég var mjög viss um að þessu skveraði ég af á no time. En... hér er ég á fimmtudagskvöldi að pikka inn mitt "yarn along".


Það sem ég er með á prjónunum er heldur fátt að þessu sinni. En ég hef verið mjög dugleg að kaupa garn aftur á móti. Ég er heltekin af silki. Það er fátt fallegra en silki, fátt mýkra og fátt já jafn spennandi og silki, en ég er sjaldnast með verkefni í huga þegar ég kaupi garnið svo að ég enda með því að safna því en prjóna minna. En ég er samt búin að fitja upp á einni peysu handa prinsinum.

Einnig var ég í smá vafa með hvaða bók ég ætti að velja. Ætti að vera með smá hvíta lygi og segjast vera að lesa The World is Flat eftir Thomas Friedman, en ég er ekki byrjuð að lesa þá bók. Eða ætti ég að segjast vera að lesa Makalaus eftir Tobbu Marínós sem kom mér að vísu skemmtilega á óvart á ferðalaginu. Hló nokkrum sinnum upphátt, en í raun er ég búin með þá bók og því ekki alveg satt að segjast vera lesa hana.

En þá leit ég á borðið og sá Greppikló. Hugljúf ljóðabók um hið smá sem sigrast á hinu stóra, dulrænir vættir, ljót tröll og tryllinglegur spenningur, þe ef maður er tveggja. Bók sem slær alltaf í gegn á hverju kvöldi.