Pages

fimmtudagur, nóvember 18, 2010

það er ljótt að stela... ...en! / you shoud not steel ... ... but!

...það á ekkert að koma neitt "en" en samt er það þarna!

Það er í alvörunni ljótt að stela, en stundum er spurning hvenær þjófnaður er þjófnaður. Ég er í svolítilli tilvistarkreppu. Við fjölskyldan fórum eins og frægt er orðið til Færeyja í sumar, skemmtileg ferð og margt fallegt, sniðugt og flott að sjá. Þá sérstaklega fatahönnuðirnir Guðrún og Guðrún, alveg svakalega smart skvísur þar á ferð. Ég var alveg staðráðin í að kaupa mér eitthvað hjá þeim, alveg þar til ég sá verðmiðann.

Flott peysa úr lopa (sem er mjög einföld í raun) kostaði um 40.000.- ískr. Fyrir kreppugrís er það helvíti mikið. Sérstaklega þar sem peysan leit út fyrir að vera ekki mikið meira en þriggja kvölda vinna eða svo. Svo var systa líka fljót að finna mynd af peysunni á netinu, enn fljótari að telja út og áður en ég vissi af var ég komin með uppskriftina í hendurnar.

...og ég átti eftir að prjóna peysu handa Bryndís súper-skvísu frænku. Svo það voru góð ráð dýr. Færeyska peysan rann af prjónunum á nokkrum kvöldum. Eftir að hafa klárað hana var haldið í mátun til vinkonunnar og áður en ég vissi af var komin pöntun fyrir annarri, svo að önnur fæddist. Tvær þjófapeysur og nagandi samviskubit.



En þar sem munstrið á peysunni er gert fyrir þær konur sem minna helst á Bíafrabörn hentar hún mér illa. Svo að ég er að vinna að breyttri peysu, en það sem er svo töff við þess að hún er prjónuð úr léttlopa á prjóna 9 þannig að hún verður gisin og létt. Mjög töff!
Vona peysan sem er "inspired by Guðrún og Guðrún" verði líka töff, ath, inspired by ekki stolin ;)

---

... no but should be there, but it is!

It is really bad to steal, but when is a stolen thing really a stolen thing? I have a little problem. My family went to Faroe Island this summer, very entertaining journey, many beautiful, brilliant and cool things to see. Especially clothing designer Gudrun and Gudrun. Really smart ladies. I was so determined to buy something for myself there, just until I saw the price.

A really cool sweater from wool (which is very simple in fact) would cost about 40,000,- iskr. ($355 or 260 Euro). For a bankrupt Icelander it was to much. Especially since the sweater looked to be not much more then a three-evening work or so. So I have a sister, and she is quick. Quick to find a picture of the sweater on the Internet, even quicker to count the pattern out and before I knew it, I had the pattern in my hands (or in my mailbox).

...and I was going to knit a sweater for my super cute niece, Bryndís Erla. So now I had to knit it. The Faroese sweater went loop after loop over my needles for few nights. After I finished it I took the sweater for a fitting and soon after that I had promised to knitt an another one. Two stolen sweaters were made and a big guilty feeling.

However, since the pattern for the sweater is made for a very hungry girls it was not as suitable for all-of-me. So I'm working on a new one for myself. What I really like about this sweater is it is knitted with Léttlopi on needles no. 9 so it is very light. Very cool! Hope my new "inspired by Guðrún and Guðrún" sweater will be cool as well, note, inspired not stolen ;)

sunnudagur, nóvember 14, 2010

Prjónað úr afgöngum

Ef ég á að halda úti þessari heimasíðu þá þarf ég víst að henda inn færslu við og við. Það er búið að vera mjög mikið að gera upp á síðkastið, en ég hef líka verið dugleg að prjóna. Það sem vantar er að taka myndir af því sem ég geri og henda því hingað inn. Vonandi verður bót á máli.

Í sumar fór ég í sjálfskipað "prjónagarn-verslunar-bann". Mjög fúlt bann, en ég get víst ekki kennt neinum um nema sjálfum mér. Málið er að ég var búin að fylla alla dunka, skúffur og skemla af garni og afgöngum og ég varð að stoppa. Það er bara ákveðið mikið magn sem maður getur átt af hnyklum sem keyptir voru fyrir "eitthvað fallegt".

Ég hef fengið æði fyrir að prjóna húfur. Húfurnar áttu að vera jóla og afmælisgjafir, en ég er ein af þeim sem get ekki beðið með að gefa gjafirnar, svo að allir hafa fengið sína húfu nú þegar. Kannski ég geymi það sem ég prjóna næst og bíð fram að jólum. Ye right!

Hérna má sjá tvær húfur sem ég prjónaði handa Helgu Maríu og Örnu. Ég var að bíða eftir mynd af þeim systrum en ég nenni ekki að bíða. Kannski ég set hana hingað inn síðar. Uppskriftina af húfunum má finna í fyrstu Prjónaperlubókinni og er ekki erfið, þvert á móti. Uppskriftin heitir Rósa rauða og er eftir Halldóru Skarphéðinsdóttur. Rósin sem er næld í er gerð úr efnisbútum og ég fjalla stuttlega um hér

-----
If I want to maintain this page, I may occasionally need to throw in a post or two. I have been busy but at the same time very active in knitting, but not as good at taking pictures and writing about it. Hope that there will be some improvement soon.

Then this summer I've been on a yarn-purchasing ban. A very frustrating ban my I ad, but apparently I can only blame myself. The thing is that I had filled all the boxes and drawers with yarn and I had to stop. I'm quite amazed what Halldor has been sweet about it, I know I wouldn't be if it was all his stuff.

Well, to the point, I have endless amounts of yarn that has been bought for "something sweet/fun project"

These days I knit hats. The hats were supposed to be Christmas and birthday presents, but I'm one of those people who can not wait to give gifts, so I have given them all away... well maybe I can wait with the next thing I knit? Ye right!

Here are two hats I made for Helga Maria and Arna. I was waiting for a photo of the sisters but ... I will post it later. The pattern of the hats can be found in the book Iceland knits (first book) and the hat is called Rosie the red by Halldóra Skarphéðinsdóttir. The flat flowers are made out of materials left overs, but I once wrote about them here

miðvikudagur, nóvember 10, 2010

hópverkefn

Þar sem ég hef verið ósköp löt að skifa hingað inn, fær einn "svind" póstur að fljóta. Þetta er ekki mitt hugvti, en gæti verið skemmtilegt. Fékk þennan tölvupóst frá einni í vinnunni:


"Á prjónakaffinu okkar (Garnbúðin Gauja) mánudaginn 01. nóvember s.l. kynntum við nýtt áskriftarverkefni sem er svokallaður dagatalatrefill (sjá mynd)


Í treflinum eru 24 mynstur og fyrirkomulagið er þannig að við sendum út eitt mynstur út í einu, 2svar í viku (við sendum út fyrsta mynstrið síðastliðinn föstudag)


Þær sem áhuga hafa á að bætast á listann okkar eru vinsamlegast beðnar um að senda okkur tölvupóst til baka.


Þetta er ykkur að kostnaðarlausu og engar kvaðir um að kaupa af okkur garnið í trefilinn. Við sjálfar erum að nota Rasmilla Luxusgarnið í trefilinn og fara ca.3 1/2 dokka í verkefnið."


Ef þú hefur áhuga á þessu verkefnið þá er emalið: guja@guja.is