Pages

miðvikudagur, október 06, 2010

Göngutúr - strolling

Ég fór í göngutúr með Högna hagamús um daginn. Eins og svo oft áður fórum við á Bjarnastígsróló, hann er í miklu uppáhaldi. Endlaust hægt að "lóla" og "lenna" þar. Auðvita var ég með myndavélina með mér, en þar sá ég þessa líka ævintýralegu steina...



...eða næstum því! Jú jú ég vissulega fór með Högna á rólóinn en því miður voru steinarnir þar ekki áður en við komum. Ég smellti nokkrum myndum af þeim og gældi í stutta stund við þá hugsun að skilja þá eftir svo einhver gæti fundið þá og vonandi fundist þeir ævintýralegir. En svo tímdi ég því ekki. Ekki alveg strax, kannski seinna.



Hugmyndin er auðvita ekki alveg mín. Sá þetta fyrir svolitlu á röltinu um netið og svo aftur á systraseiði. Stóðst ekki mátið eftir fjöruferðina og heklað nokkra steina.




-----

I went for a walk with Högni the other day. As so often we went to the small playground near by, Bjarnastígsróló. We really like it we can go to the swing and the slight. Of course I had my camera with me, but I saw this fariytale rocks...


...or not! Yes yes I certainly took Högni to the playground, but the rocks were not their before we came. I did think for a moment to leave them behind so someone could find them and think they were from a fariytale but I didn't. Maybe later.


The idea is of course not just mine. I saw it fist when I was taking a walk in cyberspace and then later at this website. Could not resist making them after our fun trip to the beach and crocheted a few rocks.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fallegt!

Annalú sagði...

Æðislegt. Ekki frá því að ef maður rýndi vel í myndirnar að þá sæi maður nokkra álfa á vappi.