Pages

föstudagur, ágúst 22, 2008

Bug!


Það er margt sem böggar mig þessa dagana. Nágrannar mínir hafa einstakt lag á því að eyðileggja föstudagkvöldin sem ég hef skipulaggt í heima tjill. Með ótrúlegri lagni í leiðindum getur eitt email frá þeim skemmt kvöldstund og jafnvel viku.
Annað sem er að bugga mig er Bugaboo vagnar, liturinn sem mig langar er ekki til, verðið er of dýrt hérna heima, en einhvernvegin of mikið vesen að standa í því að versla þetta úti þegar við verðum þar.
Það þriðja sem er að bögga mig er ryk :) jebb just hate it!
Vá ekki beint eins og ég eigi erfit líf en samt næ ég að svekkja mig á þessu. Furðulegt!

fimmtudagur, ágúst 14, 2008

O boy!

O já það er svo margt að gerast hjá z-unni þessa daga að maður veit ekki hvar best sé að byrja. Jú frumubreytingin sem á sér stað í iðrum mínum er lítill stráksi og verðandi foreldrar eru að pissa í sig af spenning. Verðandi faðirinn er búinn að versla mest fyrir barnið en hann hefur farið hamförum á netverslunum.

Brot af því sem nú þegar hefur verið keypt fyrir 0-6 mánaða gamalt barn má sjá hér...



...hvað þarf krakkinn mikið meira af fötum?