miðvikudagur, apríl 26, 2006
ammæli
Mér finnst ég mega gömul og hélt að dagurinn yrði frekar ömurlegur. En þegar maður á góða að þá gerast ótrúlegustu hlutir. Til dæmis var minn heitt elskaði voða kjút í morgun og bjó til gómsætan morgunmat handa gamlingjanum og í hádeginu sáu svo bestu vinkonur í heimi til þess að dagurinn yrði góður. Takk snúllur fyrir að láta ekki félagsfælnina ráða algjörlega ríkjum. Spáin fyrir kvöldið er svo eintóm notalegheit í mömmu-mat.
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Einu sinni var engill
Einu sinni var engill sem var voða fínn. Hann var snyrtilegur, vandlega málaður, fínlagað hárið, neglurnar vel til hafðar og til gamans má geta að hann var athyglisjúkur með meiru. Svo fór engillinn í skóla og engillinn dó. Í staðin birtist hrúald, með bauga, haldinn félagsfælinn, rót í hárinu og í teygðum fötum.
Hvenær kemur 12. maí?
miðvikudagur, apríl 12, 2006
mánudagur, apríl 10, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)