Pages

miðvikudagur, apríl 25, 2012

Jörð kallar

Það er svo langt síðan að ég bloggaði síðast að blogger hefur breyst og það tók mig dágóðan tíma að finna út hvað ég ætti að gera...

Nema hvað. Ég er ekki hætt, langt því frá. Við erum bara loksins flutt, börnin stækka, tíminn minkar og brátt verð ég komin út á vinnumarkaðinn. Smá blendnar tilfinningar þar. Er ekki hægt að sækja um eilífðar fæðingarorlof einhverstaðar? Þá má vera innifalið eilífðar kornabörn, vil síður börn með skoðanir í hverju þau fara og hvernig hlutirnir eiga að vera. Við erum nefninlega svo sjaldan sammála :) Td Spiderman er ekki töff!

Við Heimir fórum um daginn í skoðun og mættum þessum sæta froski. Ég varð voða kát og stóðst ekki mátið og tók af honum mynd. Hver man ekki eftir Fúsa Froski í Prjónaperlum :)


og nú hefur hann eignast nýjan frænda :)