Svo þarf límtúpu með fljótandi lími sem verður glært þegar það þornar. Límstifti gengur ekki, en trélím gæti gengið.
Plastdúkur til að leggja frá sér og svo er hann líka góður fyrir borðið og einn pappadisk.
Þá er málið að hellið góðum slatta af líminu á diskinn. Því næst er garnið sett út í límið. Þá hefst vinnan fyrir alvöru. Þekja þarf alla spottana með lími. Því meira lím því betra, eða svona næstum því. Ekki má vera þurr blettur á garninu.
Eftir að garnið er vel þakið lími er, spottunum raðað á plastdúkinn eftir miklu og listilegu innsæi. Því næst þarf límið að þorna. Það getur tekið smá stund að láta límið þorna, jafnvel heila nótt. Best er að það sé alveg þurt, enga óþolinmæði hér, takk fyrir! Eftir það er skautið plokkað af dúknum, girnið þrætt upp á og fallega gluggaskrautið hengt upp.
Ekki verra að eiga listamann í fjölskyldunn!