...það er alltaf gaman að ferðast, en það fer að verða annsi erfitt ef maður vill yfirgefa litla skerið okkar. Flaugleiðir bjóða upp á uppáferðir á Íslandi og ekki getur maður samþykkt það og nú eru Express fólk farið að bjóða upp á uppáferðir erlendis. Allavega er hægt að fjárfesta í gleðikökum, sólblóum, vændiskonum og fl. í Holland.
Skoðið auglýsingu frá þeim sem var send vía tölvupósti.
Smeklegt?
Eindhoven
Ljósaperuparadís í hjarta Evrópu
Eindhoven í Suður-Hollandi hefur varpað birtu inn í líf margra íslendinga. Þar var nefnilega staðsett ljósaperuverksmiðja hins víðkunna stórfyrirtækis Philips, sem nú hefur reyndar verið breytt í safn. Aðdráttarafl borgarinnar felst þó ekki í ljósaperunum heldur kannski frekar í því hversu fljótt maður kemst í burtu frá henni! Eindhoven er enda vel í sveit sett, örskotsstund með lest eða bíl frá Brussel, Rotterdam og síðast en ekki síst, höfuðborginni Amsterdam. Þar halla húsin sér skökk og skæld hvert upp að öðru eins og ástríkir nágrannar á fimmtánda glasi, og á hverju horni er hægt að fjárfesta í gleðikökum, sólblómum, vændiskonum, furðugleraugum og töfrasveppum.
Amsterdam er þó fjarri því að vera nokkur Sódóma og Gómorra því andrúmsloftið er afslappað og eftir síkjunum dóla sér snoturlegir húsbátar. (Það fylgir sögunni að í hverri viku fær lögreglan nokkrar tilkynningar um fólk sem hefur gleymt að setja í bakkgír og keyrir út í næsta síki) Lista- og menningarlíf borgarinnar stendur í miklum blóma og þangað hafa Íslendingar löngum sótt í dans- og tónlistarnám. Í safnahverfinu er meðal annars Van Gogh safnið, sem hefur yfir að ráða stærsta safni í heimi af verkum þess mikla hollenska málara. – KST
Svo er vísað í heimasíðuna: www.icelandexpress.is/afangastadir