Ég hef ekki verið í miklu blogg stuði undarfarið. Hef dútlað í hinu og þessu en ekki klárað mikið. Það sem ég hef klárað hef ég ekki tekið myndir af, svo það er lítið til að sýna.
Fallega amma mín, var mikil handavinnu kona og ófá listaverkin sem hún skildi eftir sig, hekluð teppi og bútasaumur svo eitthvað sé nefnt. Hún var lengi vel áskrifandi af Húsfreyjunni og þegar það var verið að taka til hjá henni var stafli af gömlum Húsfreyju blöðum sem jafnvel átti að henda. Í fyrstu var ég ekki viss hvort það væri nokkuð vit í að hirða þau. Gömul blöð með mis áhugaverðum greinum um hollustu og betri lífstíl fyrir konur. Elstu blöðin frá 1980. En þegar betur er að gáð eru margir gimsteinarnir í þessum blöðum og það tekur meira en eina kvöldstund að fara í gegnum þetta.
Í blöðunum má finna hvernig hekla skal milliverk fyrir sængurföt. Prjóna uppskriftir, páska og jólaföndur, svo eitthvað sé nefnt.
Einnig er fjöldinn allur af mis girnilegum uppskriftum.Stundum óska ég þess að ég væri húsfreyja fyrri tíma. Með uppsett hár, svuntu og í hælaskóm. Einhvernvegin er ég alveg viss um að það var meira vit í slúðrinu, sósan betri og börnin þægari... eða einhvernvegin þannig...
----
I have not been in much mood latley to blog. I have not worked seriously on anything lately and not finished much. The things I've completed I didn't take pictures of it, so I have little to show.
My beautiful grandmother, was a very crafty woman and she left so many fine handmade things behind, crochet blankets and quilts to name a few. She was a long time subscriber of Húsfreyjan (e. Housewife) and when it was time to clean out her house their was a pile of old Húsfreyjan that was to be throw away.
My beautiful grandmother, was a very crafty woman and she left so many fine handmade things behind, crochet blankets and quilts to name a few. She was a long time subscriber of Húsfreyjan (e. Housewife) and when it was time to clean out her house their was a pile of old Húsfreyjan that was to be throw away.
At first I was not sure whether it was any sense to on to them. Old issues with articles about health and better lifestyle tips for women. The oldest one since 1980. But after browsing through them I found some gemstones. It turned out, it will take more than one evening to go through them all.
You can find crochet and knitting recipes, Easter and Christmas crafts...
Also there are many delicious (and not so delicious) recipes.
Sometimes I wish that I were a housewife in the old days. With big hair, high heels and an apron. I am quite sure there was more sense in the hear says, the foot was better and the kids cleaner ... or something like that...
3 ummæli:
Það er bæði ljúft og sárt að horfa til baka og maður hefur sem betur fer tilhneigingu til að muna bara það besta.
Ég hugsa til þín og knúsa þig í huganum.
Stórt knús frá okkur Helsingborgarliðinu
Húsfreyjan er örugglega alveg gimsteinn. Ég fann líka nokkur Hugur og Hönd niðri í kjallara hjá mér. Þau eru þín ef þú vilt.
Skrifa ummæli