Pages

föstudagur, júní 20, 2014

Áskorun Hnoðra og hnykla

Síðasta haust rambaði ég á áskorun á Facebook síðu Hnoðra og hnykla. Áskorunin fellst í því að prjóna eða hekla úr afgöngum og garni sem maður á. Þetta er gert til þess að a) nýta það sem til er og b) búa til pláss fyrir nýtt dásamlegt garn. Á sínum tíma var ég ekkert smá glöð þegar ég sá þetta. Þetta var akkúrat áskorun sem ég þurfti að taka þátt í og hef verið virk síðan.

Mig langar til að deila með ykkur því sem ég hef skilað inn hingað til.

Fyrsta áskorunin var í september. Ég tók allt Kambgarn sem ég átti og passaði nokkuð vel saman og heklaði teppi handa litlum kút sem átti að fæðast í októbe og býr hérna fyrir neðan okkur. Teppið var skemmtilegt og fljótgert. Svolítið hippalegir litir, en kjörið afganga verkefni.

Í október prjónaði ég þannan kraga fyrir stóra stubbinn minn. Þetta er voru dúnmjúkir Alpaka Drops afgangar. Hann var sáttur, ég var sátt og kraginn er enn í fullri notkun.


Í nóvember var tvöföld áskorun. Að nota garn sem manni finnst ljótt eða erfitt að nota, auk þess að koma með verkefni í almennu áskorunina. Ljóta garnið mitt var silki garn sem ég keypti í Hveragerði einu sinni. Þetta var ein dokka og erfitt að nota hana, ekki endilega ljót, en erfitt að nota.


Úr því var húfutettur sem passar á ca. eins árs. 


Í desmeber ákvað ég að gera eitthvað fljótlegt. Ég hafði lært kaðla hekl hjá henni Eddu í Handprjon.is og ákvað að gera ennisband úr Navíagarni sem ég er búin að eiga lengi. Fallega Arna frænka fékk það. 


Í janúar langaði mig svo að hekla uglu úr bómullarafgöngum. Auðvita má finna uppskriftina í Heklað fyrir smáfólkið. Bók sem allir verða að eiga ;)


Í febrúar áskorunina heklaði ég kambgarnssjal. Grátt og svart. Basic. Ragga frænka fékk það í gjöf. 


Í febrúar var líka önnur áskorun. Margir hekl og prjónarar tóku sig saman og hekluðu og prjónuðu fyrir fólk í Sýrlandi. Ég gerði þennan trefil úr ganri sem ég keypti í Færeyjum einu sinni. Rauði krossinn sá svo um að koma góssinu á réttan stað. Flott framtak og gaman að taka þátt í því. 


Í mars, svindlaði ég smá. Ég var búin að ákveða að nota ekki garn sem ég keypti mér á árinu. En eftir að hafa prjónað nokkrar spiderman peysur átti ég nógu mikinn afgang í eina peysu til viðbótar.


Heimir fékk hana og er ekki búinn að fara úr henni. Hann vill helst sofa í henni og ekki fara í úlpu yfir. Þetta jaðrar við vandamál. En hann Heimir er samt svo sætur að það skiptir ekki máli.


Nú fara málin að vandast. Ekki það ég á enn nóg af garni, en hugmyndunum fer fækkandi. Ég ákvað í apríl að halda áfram að hekla fyrir Rauða krossinn, svona þrátt fyrir allt. 
Þetta garn er vafið úr 4 þráðum af prjónavéla garni. Dún mjúkt en gamalt garn. 


Fljótgerð kría varð til og fór hún ti Rauða krossins.


Í maí ákvað ég að ráðsta á eitthvað erfitt. Þetta garn fékk ég frá ömmu. Litirnir eru ekki eitthvað sem ég mundi almennt nota en ég ákvað að sjá til hvort ég gæti gert eitthvað úr þessu.


...og úr varð til par af vetlingum. Ég er bryjuð á pari númer 2 úr þessu stassi og næstum búin bara rétt eftir að gera þumalinn og klára annan vetlingin. Ég er ekki að nenna að klára þetta sennilega af því að ég er ekki hrifin af litunum. Ætli þetta endi ekki hjá Rauða krossinum líka? Vonandi getur einhver notað þá sem líkar þessa liti.


Í júní varð ég mjög hugmyndalaus, ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera og hvaða garn ég ætlaði að nota. Þar til allt í einu fékk ég hugmynd. Fann þetta garn hér og byrjaði að hekla.


Í gær kláraði ég svo þennan sæta ref. Hann fer bráðum í pakka. Ég á nefninlega von á litlum júní frænda og mikið hlakka ég til að sjá hann. 


Þá er bara að fá hugmynd fyrir júlí, ágúst og september verkefninu. En vandræðalegast er að það sést varla á stassinu mínu. Allar hugmyndir vel þegnar.


sunnudagur, maí 04, 2014

Spiderman er málið þessa dagana

Það er óhætt að segja að ég hef ekki staðið við það að setja inn alla handavinnunna sem ég hef verið að gera, eins og ég ætlaði mér í upphafi árs

Og það er líka óhætt að segja að Spiderman er algjörlega málið þessa dagana. Prjónaði þessar peysur um daginn á tvo fallega bræður og þær slógu svona líka í gegn. Honum Heimi mínum fannst þær svo flottar að ég gat ekki annað en prjónað þriðju peysuna á hann og nú fæ ég hann varla til að klæðast öðru.


Skerjafjarðar krúttin

Spidermann af Melunum

miðvikudagur, febrúar 26, 2014

Lítill strumpur

Ég var svo heppin að fá að hekla þetta fallega skírnardress á lítinn vin. Það var gaman. 


sunnudagur, febrúar 16, 2014

Húfutetur

Heimaprjónuðu jólasveinahúfurnar  slógu í gegn í desember og sá yngri tók hana varla niður, það var helst í baði sem hún fékk að fara af kollinum, því að hann svaf með hana líka.
Þegar komið var fram í janúar varð ég því að bregða á annað ráð og gerði því eins og Grýla, bjó til nýjar húfur sem ekki eru notaðar í desember. Sú fyrsta var of lítil og fór því til Rauða krossins, næstu tvær slógu í gegn. 

Þeim eldri finns samt Star wars litabókin merkilegra myndefni.

miðvikudagur, febrúar 12, 2014

Nýtt matarblogg

Ég vinn ótrúlega skemmtilega vinnu á daginn þar sem ég fæ að fylgjast með kraftaverkum gerast svo oft. Í dag fékk ég að vita af þessu kraftaverki sem ég hafði örlítið með að gera. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er að aðstoða fullorðna afganska konu við að bloga matarblogg. Ótrúlega flott framtak og svo margar hindranir sem verið er að yfirstíga. Ég brosi hringinn... og slefa yfir afgönskum og írönskum mat... nammi namm!

http://havalinda.weebly.com/


mánudagur, febrúar 10, 2014

Garnbana átakið mikla og verkefni tengd því

Ég er að taka þátt í garnbana átaki Hnoðra og hnykla á Facebook sem er ótrúlega þarft átak. Allavega þarft fyrir garn-junkies eins og mig. Reglan er sú að nota það garn sem nú þegar er til á heimilinu og ekki kaupa nýtt. Ég "neyðist" til að saxa á ótrúlegt magn af garni sem ég á. Mjög gott... og skapar pláss fyrir nýtt garn.. ho ho ho.

Eitt af því sem ég hef gert er þessi trefill hér, heklaður úr færeysku garni sem ég verslaði sumarið 2010 en hafði ekki verkefni fyrir það þá. Það er svolítið gróft og ég var nokkuð efins á mðan ég var að vinna úr því, eftir ég var búin að þvo garnið varð það dúnmjúkt og gott að hafa um hálsinn. Svo ég varð sáttari. 

Markmiðið var að koma því í Sýrlandssöfnunina en ég var of sein, ekki að hekla það heldur að drífa mig með það á staðinn, bjáninn ég. Ætla samt með það því að Rauði krossinn er alltaf að safna handunni vöru og senda til Hvíta Rúslands. Það fer allavega þangað sem þess er þörf, það er nokkuð víst.