Pages

þriðjudagur, september 10, 2013

Er sumarfríið búið

Það er spurning hvort sumarið sé liðið og sumarfrís bloggið mitt líka. Það er svo aftur spurning hvort sumarið hafi komið í raun en það er svo allt annað mál.

Ég hef ekki sitið auðum höndum þó svo að ég hafi ekkert verið að pósta hérna inn, en það verður vonandi breyting á á næstu dögum.

Spennandi fréttir samt að bókin er væntanleg til landsins í vikunni og væntanlega í búðir eftir helgi... jii hvað þetta er spennandi.

bless í blii

ps. varð að losna við þetta páskablogg

sunnudagur, mars 31, 2013

Gleðilega páska

Málsháttur
Páskasæla



Páskaskraut
Páskaungar

Páskagott

Páskanautn
   
Páskagrín
Lífið er ljúft. Páskafríið er búið að vera ein sæla. Matar sæla. Góður matur alla daga og í félagskaps góðs fólks. Páskadagur var sérlega ljúfur en þó sérstakur. Sá elsti svaf heima hjá ömmu og var mjög sáttur að vera þar án litla bróðurs. Svo fór hann í sveita ferð með afa og kom ekki heim fyrr en um kvöldið. Sá yngri svaf út og tók svo langan lúr svo við foreldrarnir heyrðum allt í einu í okkur og ég meira að segja opnaði bók!

Þá var líka tilefni að dusta aðeins rykið af myndavélinni og hlaða inn myndum frá því í desember. Hef verið mjög léleg við að setja inn, senda og taka myndir. En núna var tilefni. Ætla að standa mig betur í að taka myndir á stóru vélina í stað þess að nota símann. Og líka vera duglegri að vinna með þær.

þriðjudagur, mars 26, 2013

Spottar

Eins og alltaf er í mörg horn að líta. Við hjónaleysin erum að reyna að koma okkur fyrir í herbergi sem hafa verið út undan eftir að við fluttum. Eitt af þessum herbergjum er tölvu/sauma/hoppy herbergið okkar sem í dag er uppfullt af bókum og fullir stampar og pokar af garni. Þegar amma féll frá fékk ég garnið hennar  og sumt hef ég ekkert kíkt á. Um daginn var kominn tími til að sortera og raða og þá fann ég þetta.

Hnykill og garn vafið um pappír... svo ég ákvað að athuga hversu margir og hversu stuttir spottarnir væru.

Spottarnir voru heldur margir sem voru vafðir um pappírinn.  

Og á hnyklinum voru enn fleirri spottar...

...ég ákvað að henda spottunum!

sunnudagur, mars 10, 2013

Öskudagur skír og fagur

Ég er ekki sú fljótasta að setja hingað inn. Markmiðið var að setja inn öskudagsmyndirnar strax hér inn helst sama dag, ...en hér koma þær loks. 

Högni var Þrumuguðinn Þór. Ég saumaði 2 sett af búning og endaði svo á að prjóna á hann hringabrynju. Hann ætlaði að vera með eitthvað múður af því að hún var ekki langerma en  hann komst ekki upp með það. Ég átti svo gamla gæru sem hefur verið notuð í hitt og þetta en með fínni sylgju varð það ágætis skikja. Flotti hjálmurinn kom svo að góðum notum ásamt Mjölni, flottustu afmælisgjöf sem Högni hefur nokkurtíman fengið, að eign sögn. Heimir fór aftur á móti í náttfötum til dagmömmunar og með bangsann sinn og var mjög glaður með  það. 

Eins og í fyrra, þá saumaði ég öskupoka sem Högni fór með í skólann og heimir fékk líka fyrir sína vini hjá Dagmömmunum sínum. Um kvöldið fórum við svo á Hornið og fengum okkur í svanginn og hengdum öskupoka á gesti og gangandi, þó aðalega þjóna. Ég hef ákveðið að koma aftur af stað öskupokahefðinni. Fólk heldur nefnilega að það sé ekki lengur hægt að begja títiprjóna, en það er algjör vitleysa, það er vel hægt. 

Þrumuguðinn Þór og Náttfata Heimir á leið út í Öskudaginn
Öskupokar á hlið. 
Þrumuguðinn mjög grimmilegur
Ánægður með öskupokana

þriðjudagur, mars 05, 2013

Skrýtnir tímar

það eru skrýtnir tímar núna. Bókin mín fína er komin í umbrot og það eina sem ég geri er að bíða... þarf ekki að gera neitt. Þetta var smá rúsíbani þarna á lokasprettinum þar sem ljósmyndarinn sem ég var byrjuð að vinna með hún Björt gat ekki klárað verkið og því varð ég að finna nýjan ljósmyndara.

Það verða því ekki nokkrar uppáhaldsmyndir sem Björt tók í bókinni.
 Frk. Vélmenni
 Hrafn
 Apahringlan hangandi
 Teppið
 Hanna kolkrabbi
 Eineygða skrímslið og XOV
 Oddvar feimni sem felur sig bak við fallegu eyrun sín
 Nærsýna kisan
og hópmyndin flotta 


En á móti kemur að hann Oddvar frábæri ljósmyndari og listamaður með meiru tók fyrir mig myndirnar og þær eru æði! Eins og hann.

sunnudagur, febrúar 24, 2013

Tilraun til að gerast ljósmyndari ... eða þannig

Lenti í smá ljósmynda-hremmingum út af væntanlegri bók. Reyndi að bjarga sjálf málunum og uppskar ekkert sérlega vel. Börnin voru auðvita ótrúlega falleg, en ljósmyndarinn ekki alveg nógu fær. 

Kári Hrafn flugmaður 

brosandi og sætur 

 Lítil geimvera
 Birna sjarmatröll
Og lítill túnfífill á blómarós

þriðjudagur, febrúar 12, 2013

korter í Öskudag

Jæja þá er Öskudagurinn kominn aftur og allt sem honum fylgir. Ég hef alveg svakalega gaman af því að pæla í grímubúningum og þó svo að Högni sé mikill hlutverka kall og alltaf í búningum þá er hann sjaldnast ánægður með búningana sína á Öskudag (þe þessa tvo sem hann hefur haft vit á). 

Í fyrra vildi hann vera kónguló og ég bjó til búning. Það var samt sem áður grátið þann dag og ekki séns að taka mynd af honum. Síðan þá hefur hann notað búningin heilan helling og í sumar tók ég þessa óskýru mynd af honum í hluta af búningnum. 

Á öskudaginn var hann í leggings og einlitum bol. Ég saumaði svo hettu með fálmurum á og nokkurskonar bakpoka þar sem fæturnir voru festir á. Fæturnir eru svo nælonsokkabuxur fylltar með troði. Efstu hafa lykkju til að stinga höndunum í gegn og svo eru þær tengdar saman með borða. Hans fætur eru svo fætur no. 7og8. Einfallt og mun sætara en Spiderman


Í ár var það Þrumuguðinn Þór sem varð fyrir valinu. Svo ég fór og saumaði eftir nákvæmri lýsingu og ófáum myndum, gulan bol, auk þess bæti ég við gæru skikju og einhverjum smáatriðum við. Ég ákvað að vera tímanlega svo að hann mundi venjast búningnum, en nei á sunnudagskvöld "varð" hann að hafa hringa brynju, en ekki gulan bol.

Ég gat ekki annað en orðið við því og prjónaði eina slíka sem ég kláraði í gærkveldi. Í dag sagði hann mér að hún yrði að vera síðerma. Þá ákvað ég að vera mamma og segja "nú er nóg komið ekki meira bull".

Það verður spennandi að sjá hvort ég nái að fá hann í  búning á morgun. ...og enn meira spennandi að vita hvort ég nái af honum mynd.

Sjáum til!

miðvikudagur, febrúar 06, 2013

Búninga-strákurinn minn

Það styttist í Öskudaginn. Það er fátt sem Högna finnst skemmtilegra en að klæða sig upp í búninga og vera hinar og þessar furðuverur. Og það sem betra er hann er voða ánægður þegar ég sauma á hann búninga. Um jólin gerði ég þennan jólasveinabúning. Hann var níðþröngur en guttinn var samt mjög sáttur með sig í honum. Breyttist í Þvörusleiki, Hurðaskelli og Gáttaþef alltaf strax eftir leikskóla.

Nú er spurning hversu vel tekst til á Öskudaginn. Þrumuguðinn Þór skal það vera. 




sunnudagur, janúar 20, 2013

allt í öllu

Þessa dagana er ég svolítið allt í öllu og fæ þá eins og svo margir hið marg þekkta samviskubit. Sem er alveg óþolandi. Þegar ég hef nóg að gera þá finnst mér ég ekki gera allt nógu vel, eða eins vel og mig langar til að gera. Vinnan mín getur verið svolítið óútreiknanleg og þessa dagana er hún á fullu í því að koma mér á óvart. Kannski ætti ég bara að njóta þess á meðan það varir, en það getur verið svolítið pirrandi svona þegar maður er að skipuleggja annað.

Svo er það bókin mín, þar eru næg verkefni en mig langar bara að byrja á nýjum verkefnum ekki grúska svona mikið í gömlum (ekki beint sniðugt). En það styttist sennilega í að þetta klárist svo ég ætti ekki að örvænta. Ég er með kvíðahnút og tilhlökkunar hnút yfir henni. Jii þetta er svo spennandi og líka "scary". Hvað ef  það er villa í annarri hverri uppskrift. Eða verra í hverri!!! úffff ekki hugsa svona stelpa.

Þá er það heimilið... ohhh hvað ég vildi að ég ætti sjálf skúrandi gólf, snyrtileg börn og afþurkunarklút sem ynni sjálfstætt... ohhh já!  ...vaknaður kerling!!!

Já en þá er komið að því, ég er ekki nægilega dugleg að setja eitt og annað hingað inn. Ég er sem betur fer ekki með samviskubit yfir því en samt, vildi óska að ég gæti verið öflugari.



... en hér er uglan. Það hefur ekki farið fram hjá neinum föndrara, heklara eða prjónara að uglur eru það heitasta í bransanum og það er útlit fyrir að hún sé ekkert að fara að detta úr tísku. Hérna er ein útgáfan mín. Hef nokkrar aðrar í huga en þær hafa ekki enn litið dagsins ljós. Vonandi eignast ugla litla frænku fljótlega!


föstudagur, janúar 04, 2013

Jól

Jólin eru ekkert smá góður tími, en það er líka ágætt að hugsa til þess að á sunnudaginn er þrettándinn og þá er þetta allt búið. Hálf ljúft að þurfa ekki að borða yfir sig, vera heima á náttfötum allan daginn og þurfa að hugsa bara um sig og sína. Sem er samt líka svo ljúft!

Á aðventunni fannst mér eitthvað svo rómantískt að sauma jólafötin á strákana. Var lengi ekki að drífa mig í þessu, en þá skarst mamma í leikinn. Ég var búin að finna á netinu voða sæta mynd af strák í vesti og ætlaði að gera svoleiðis vesti, buxur og derhúfu. En ég var ekki með neitt snið. Þar kom mamma sterk inn, hún fór í búðir og fann snið og hjálpaði mér svo að sníða stór-köflótta efnið sem ég hafði keypt. Þó svo að ég geti engan vegin farið 100% eftir sniðinu þá gat ekki ekki gert þetta án mömmu.

Strákarnir voru rosalega krúttaralegir í nýju jólafötunum. Ég var nokkuð viss um að ég fenig þann eldri aldrei til að fara í fötin nema að hræða hann illilega um að jólakötturinn kæmi og æti öll þau börn sem ekki væru í nýjum heimasaumuðum fötum. Spurning hvort ég hafi komið mér í klandur og verði því næstu 20 árin að sauma á hann föt... well kannski ekki næstu 20, bara 10 ár. Sjáum  til!

fimmtudagur, janúar 03, 2013

Ekkert á prjónunum?

Gleðilegt ár kæru lesendur :) Takk fyrir samfylgnina á liðnu ári. 
Markmiðið mitt á nýju ári er að koma út einni handavinnubók með vorinu. Eins ætla ég að vera dugleg að prófa nýja hluti í handavinnunni. Halda áfram að ögra sjálfum mér. Og kannski að vera örlítið duglegri að blogga hér? Hvur veit?

Ég hef verið með heklunálina á lofti upp á síðkastið, enda mun væntanleg bók vera öll hekluð. Ég verð að viðurkenna að mér hefur fundist ég vera að svíkja svolítið prjónana með öllu þessu hekli og ákvað því að prjóna í matartímunum í vinnunni. Góð leið til að borða minna, koma einhverju í verk og svíkja ekki prjónanna. 

Fyrir valinu var ein barnapeysa úr Róaleppabókinni góðu. Heimir naut góðs af. Ótrúlega skemmtilegt verkefni, sem tók allt, allt of langan tíma. 


En loks er hún búinn og Heimir hefur nú þegar notað hana heilan helling.