Pages

mánudagur, desember 06, 2010

Jólasveinahúfa

Í fyrra var Stubburinn minn ekki alveg jafn þrjóskur og hann er í ár. Þá var hægt að "plata" til að vera með alskonar sætar húfur og í krúttaralegum fötum. Núna vill hann bara vera í því sem hann hefur áður verið í, ekki verra ef það er mynd af kónguló á fötunum.

Í fyrra prjónaði ég þessa húfu (hentar vel fyrir 1-2 ára) læt uppskriftina fylgja með.
Ég segi þetta mína uppskrift en auðvita er hægt að notast við hvaða skotthúfu uppskrift sem er:

Ég notaðist við afganga sem ég átti en ég mæli með að nota mjúkt garn sem passar vel fyrir prjóna no. 2,5

Fitijið upp 120 lykkjur og prjónið 5 cm stroff, 2 sléttar 2 brugnar með hvítu
Skiptið yfir í rautt garn. Fyrsta umferðin er prjónuð rauð, aukið um eina lykkjur við 24 hverrja lykkju = als 125 lykkjur. Prjónið áfram þar til húfan mælist 11 cm.

Þá hefst úrtakan: Merkið á fimm stöðum með jöfnu milli bili (25 lykkju fresti). Takið út á fimm stöðum í þriðju hverri umferð þar til 5 lykkjur eru eftir. Fellið af og bætið dúsk við.
Gangið frá öllum endum og gefið einhverjum Stúf húfuina.



Engin ummæli: