Pages

föstudagur, desember 15, 2006

Það er verið að kvarta yfir lélegum og fáum færslum...
Það er óttalega jólalegt að pósta jólasveinum. Hér koma þeir sem eru komnir í bæinn.
jólakveðjur Z-an
























miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Útlendingar

Útlendingar hafa verið mikið í umræðunni núna enda kostningar í nánd. Í raun eru kostningar og prófkjörstími oft mjög áhugaverður tími, þá sér maður hvað fólk er tilbúið að selja sig ódýrt til að verða kosið. Á Íslandi þekkja allir alla og því þarf að nýta alla til að fá þessa alla til að kjósa "rétta fólkið". Einnig kemur fram í prófkjöri hvaða einstaklinga flokkarnir hafa að geyma. Það eru jú einstaklingarnir sem eru í kostningu.

Nú hefur einn flokkurinn sem ekki hefur staðið sig vel upp á síðkastið ákveið að gerast "rasista flokkur" ég set þetta í gæsalappir því að þeir eru hvítflippa rasistar, svona ekki beint en samt heldur mikið. Ég held að ég sé bara nokkuð ánægð með þessa ákvörðun Frjálslyndra að gerast hvítflippa rasistar. Íslendingar eiga það til að kaffæra hugmyndir sem ekki eru þeim þóknanlegar eins og til dæmis rasistaflokkurinn sem var hérna um árið Þjóðernisflokkur Íslendinga.

Ég held nefninlega að það sé miklu betra að hafa þessar hugmyndir uppi á lofti, það mun svo koma í ljós í kostningum að þessar hugmyndir eiga ekki upp á pallborðið hjá þjóðinni og flokkurinn dettur út af þingi. Á meðan getum við Íslendingar rætt þessi mál opið, því að það er jú staðreynd að útlendingum fjölgar hér á Íslandi og það hefur sýnt sig erlendis að oft skapast vandamál við þær aðstæður. En ekkert er verra en að tala ekki neitt um þessi mál en tala um vitleysu.

Eitt að lokum fyrir þá sem eru hræddir við aukna glæpatíðni og útlendinga þá mæli ég með þessari stuttu lestningu hér

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Úkandía

Í gær þegar ég var í rólegheitum að mála rósettur á stofugólfinu hringdi dyrabjallan. Ég stökk upp vonandi að þarna væru gestir á ferð komnir til að heimsækja mig en í staðin stóðu fyrir utan tvö köld ungmenni. Þeim var ískalt og hormónarnir neistuðu úr annarsvegum svartmáluðum augum stelpunnar og bólugröfnu andliti stráksins.

Þau voru að safna peningum fyrir börn í Úkandíu.
- ha! sagði ég og var ekki alveg að átta mig á staðsetningu landsins
- Já sagði stelpan, við erum að safna svo að þau geti fengið hreint vat, vatnið sem þau fá er geðveikt skítugt, bara algjör drulla og þau fá ekki hreint vatn (sagt með mazza unglingahreim).
- Ó já en hvað sagðiru að landið heiti? Spurði ég til að reyna að átta mig á landafræði kunnáttuleysi mínu
- Æi bíddu aðeins. ...hún náði í símann og pikkaði inn á örskömmum tíma, æi meinti Úganda.
- Ó já, bíddu aðeins sagði ég og naði einhvern smá pening og afsakaði hvað hann væri lítill.

Þau voru voðalega glöð og þökkuð kærlega fyrir, sannfærðu mig um að hver króna skiptir máli og hlupu út í kvöldið.

Þar hafi þið það í Úkandíu er massa skítugt vatn!

sunnudagur, október 29, 2006

blogg

...mig langar til að segja eitthvað gáfulegt en ég hef ekkert að segja.

þriðjudagur, október 24, 2006

Róleg heit og rómatík...

Ég kom seint heim úr vinnunni eftir að hafa skoðað landslhuta sem ég hef ekki heimsótt síðan Akraborgin var og hét.

Þarna sat ég í sófanum mínum og horfði á tómuveggina voða sátt við að loks væri komin vetur og þá væri tími til kominn að slaka örlítið á. Þegar bankað var á dyrnar.

Úti stóð pósturinn með pakka handa HKH, ég rétti glöð fram reiðuféð því pilturinn var að versla á Amazon, ég hugsaði mér gott til glóðarinnar, þarna voru eflaust einhverjar skemmtilegar bækur á ferð.

Ég kunni nú ekki við að opna pakkanna enda var hann ekki til mín, en beið því frekar eftir að HKH kæmi heim.

Viti menn í pakkanum voru um 10 dvd myndir já jíbbí hugsaði ég með mér. Girnilegur pakki það! Eða hitt ó heldur. Þetta voru 10 dvd myndir sem fjalla allar um það sama eða seinni heimstyrjöldina og við eigum svona ca. 358 myndir um sama efni.

Ég gæti því vel átt þessar samræður við vinkonu mína

vinkona: Hæ vá hvað þið eigið mikið af dvd myndum
ég: já (ánægð með mig)
vinkona: Áttu nokkuð Love story til að lána mér?
ég: ummm láttu mig sjá, fjallar hún um seinni heimstyrjöldina?
vinkona: Nei þetta er ástasaga.
ég: nei því miður.

miðvikudagur, september 13, 2006

Dagskrá vikunnar

Í dag,
Mála litla herbergið og eldhúsið
Á morgun
Þrífa og flytja stóra hluti sem eru í geymslu hér og þar (mest draslið hans HKH)
Hinn
Flytja meira og staffa partý með gömlum vinnufélögum
Daginn eftir hinn
þrífa L27 og koma sér fyrir á N35
Daginn eftir daginn eftir hinn
sofa út og eiga kósí dag við að koma sér fyrir

jibí kóla

þriðjudagur, september 12, 2006

Langar þig að hlakka til að naglalakka kakkalakka

...kannski ekki alveg að naglalakka kakkalakka, en samt lakka gólflista, glugga og gereft. Það er lífið þessa dagana. Höllinn er að komast í samt lag, af hverju get ég ekki bara flutt eins og flest fólk. Svo virðist að þegar ég flyt þarf alltaf meiriháttar tilstand. Skrítið!

föstudagur, september 08, 2006

Hljóð vikunnar er...

...zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

slúður

Stundum finnur maður hluti sem eru bara of skemmtilegir til þess að sitja einir að. Þessi síða hér http://www.dd-unit.blogspot.com/ er alveg að gera góða hluti. Oftast fyrst með fréttirnar frá heitalandinu. Fréttirnar birtast þarna löngu á undan mbl, en mbl er svo sem ekkert endilega að gera heldur góða hluti í slúðrinu.

nema hvað njótið!

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

Ekki beint að standa mig

Ný vinna gerir það að verkum að maður hefur engan tíma til að blogga, ekki einu sinni tími til að skoða önnur blogg... að einhverju viti! er því til dæmis alveg dottinn út úr því hvað saumaklúbburinn blásó er að gera og hvað hið ótrúlegasta fólk sem ég hef aldrei hitt, er að gera þessa dagana.

En í staðin hef ég fundið það út að það er MJÖG gaman að sitja á kaffihúsi með gömlum og góðum vinum, sötdrandi pilsner í bjórlíki og spjalla um allt og ekkert, án þess að hafa áhyggjur af því að maður ætti að vera að gera eitthvað annað, til dæmis að læra.

Flutningar ganga hægt, parketið er samt orðið eins og dansgólfi sæmir og aðal rimman varðandi húsnæði er hvort að uppstoppaður hreindýrahaus fái að príða veggi hallarinnar eða ekki. Já, getið nú hvort það er sem ég vil... Hreindýr eða ekkert hreindýr?

föstudagur, júlí 07, 2006

Z-an fullorðnast

Z-an er komin smá út ú skápnum, allavega er hún búin að gera mynda síðu, veit ekki hversu lengi hún fær að lifa en allavega í bili er hún virk :) jeijj

fimmtudagur, júní 22, 2006

Gamlar horfur













Z-an er að færa sig til frumbernskunnar, þegar eini lesandinn var Kerlan Það þykir mér góð tíðindi.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Breytingar í loftinu


Já það eru breytingar í loftinu. Í ágúst mun nýtt líf taka við, ný íbúð og ný vinna. Gæti lífið verið betra? Varla!

miðvikudagur, júní 07, 2006

Surprise!!!

















Aðfara nótt miðvikudagsins fyrir viku var ég um það bil svona hissa.

Ég er enn ekki alveg búin að jafna mig á þessu öllu saman.

En mikið ótrúlega á ég hipp og kúl vini, kærasta og fjölskyldu. Það er nokkuð ljóst

miðvikudagur, apríl 26, 2006

ammæli


Mér finnst ég mega gömul og hélt að dagurinn yrði frekar ömurlegur. En þegar maður á góða að þá gerast ótrúlegustu hlutir. Til dæmis var minn heitt elskaði voða kjút í morgun og bjó til gómsætan morgunmat handa gamlingjanum og í hádeginu sáu svo bestu vinkonur í heimi til þess að dagurinn yrði góður. Takk snúllur fyrir að láta ekki félagsfælnina ráða algjörlega ríkjum. Spáin fyrir kvöldið er svo eintóm notalegheit í mömmu-mat.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Einu sinni var engill


Einu sinni var engill sem var voða fínn. Hann var snyrtilegur, vandlega málaður, fínlagað hárið, neglurnar vel til hafðar og til gamans má geta að hann var athyglisjúkur með meiru. Svo fór engillinn í skóla og engillinn dó. Í staðin birtist hrúald, með bauga, haldinn félagsfælinn, rót í hárinu og í teygðum fötum.

Hvenær kemur 12. maí?

mánudagur, apríl 10, 2006

Mér finnst...

...að þeir sem mér finnst skemmtilegt að lesa eigi að blogga oftar!

laugardagur, mars 11, 2006

Af hetjulund, miskunnsemi og mannkærleik

Ritgerðar skrímslið

Flottur titill eða hvað? Ég er að skrifa um slíkt fólk langa (og nú nýlega leiðinlega) ritgerð. Stundum virðist sem ritgerðin ætlar engann enda að taka, hún bara verður lengri og lengri og skrítnari og skrítnari. Stundum er eins og hún sé dýr sem bara tekur á sig furðulega mynd og ég ræð ekkert við hana. Fær sitt eigið líf og verður eitthvað allt annað en ég ætlaði mér til að byrja með.



En þetta með fyrisögnina finnst mér skelfing, þetta minnir einna heilst á Hitler's youth... og það boðar ekki gott!