Pages

mánudagur, ágúst 16, 2010

Gúsidúllu kisa - Cutie Pie Cat

Í júlí síðastliðnum fór ég í afmæli til Helgu Maríu "gúsídúllu" eins og hún kallar réttilega sjálfan sig og mig dauðlangaði að hekla handa henni kisu. Kisu vegna þess að við vorum nýbúin að fara í dýragarðinn Slakka þar sem kisukofinn var þétt setinn og Helga María varð kisu-sjúk. Þar sat hún svo flott og stillt (ólíkt frænda sínum sem var helv. harðhentur) með litla kisu í fanginu og klappaði henni út í eitt.

En tíminn var naumur og ég vissi ekki hvort ég mundi ná að gera kisuna, eins og ég minntist ögn á í færslunni hér. Ég vissi nokkurnvegin hvernig ég vildi að hún liti út, bleik, með bollumaga og gleraugu, alveg eins og "gúsídúllan" sjálf sem átti afmæli.

...og eftir smá yfirlegu varð þetta afraksturinn...

Bleik kisa, með bollu maga og gleraugu sem hægt er að taka af.

...en þá verður kisa svolítið nærsýn

Svo mátti ég til með að taka mynd af þeim saman. Helga er auðvita mun sætari en kisan, en saman eru þær algjört æði og ögn líkar, eða hvað?


"ohhh knúsa kisu" og líka að sýna að kisa er með borða á skottinu og dúllu-blóm á rassinum. Fyrirsætan kann þetta ;)

Ég ákvað að vera sniðug og skrifa uppskriftina niður jafn óðum og ég gerði hana. Hún er ekki beint tilbúin til að henda út á alnetið, en ef einhver er til í að fá hana senda og prófa sig áfram, þá er bara um að gera að láta mig vita og ég reyni að leiðrétta eins vel og hratt og ég get.

----

Last July I went to a birthday party to Helga Maria cutie pie as she rightly calls herself and I wanted to so much to croshey a cat for her. I choose cat because we had gone to the zoo Slakki, and their was a kitty-hut. Helga Maria was their for a good time, very nice and calm with a cat in her arms.

I didn´t have much time for the work, I knew roughly how I wanted it to turn out, pink, big belly, cat with glasses, just like the Cutie-Pie owner to be.

...after some time this was the outcome.

Pink cat with big bell and glasses, that can be taken off.

But when you take the glasses off, the cat cant see much.

I had to take picture of them together. Helga is so much sweeter then the cat but together they are totally awesome and a bit like, or what?

ohhh cuddle the cat and also showing that the cat has a ribbon on the tail and a flower on it but. The model knows how to :)

I did write down the pattern for the Cutie Pie Cat in Icelandic, it is not ready to be cast out in the big world wide but if someone is willing to receive it and experiment with it, full of errors, just mail me I will do my best to correct all errors.

6 ummæli:

Andrea sagði...

Æðislegt :) Krúttlegt að hafa gleraugu í stíl við eigandann.

Anna sagði...

Hrikalegar sætar báðar tvær!

Unnur sagði...

Æðislega sætar :-)

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Katrín Ósk sagði...

Mikið finnst mér þú sniðug

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er frábært Marín. Þessi kisa er náttúrulega alveg hrikalega sæt og sló algjörlega í gegn!
Kveðja Ína.