Pages

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Klúður

Klúður is my middle name! ...eða kannski fyrstanafn.

Fyrst er það rauðvínskvelds klúðrið með Kerlu og Fjólu, var búin að bjóða þeim stöllum í partý og var svo boðið í afmælispartý á landsbyggðinni og ég afbókaði þær. En nú virðist sem það klúður hafi af-klúðrast (eða klúðrast meira, eftir því hvernig litið er á það) og ég mun ekki leggja land undir fót um helgina þar sem ákveðið var að fara bara strákar og allt í einu var nærveru minni ekki óskað. Því ætla ég að bera allt sem til baka og vona að Kerla og Fjóla fyrigefi klúðrið

Næsta klúður var afmælið hans Ísaks sem var víst í gær, en ég var tilbúin að mæta hress og kát í dag með fínan pakka. Ég var eiginlega búin að ákveða kaupa einhvern stráka pakka en svo hef ég verið í listaverka hugleiðingum síðustu daga og heillaðist aðeins um of og var alveg viss að 10 ára strákur kynni vel að meta grafík eftir Línu Rut.

Well Ísak er vel upp alinn, brosti breytt og þakkaði mér tvisvar ef ekki þrisvar fyrir myndina og sig. Hefði verið mjög sætt, ef ég bara hefði ekki séð vonbrigðin í fallegu bláu augunum hans. En krúttið sem hann þakkaði mér svo aftur fyrir þegar ég fór heim, ... fyrir gjöfina!

Næst verður það bara fótbolta dót og stráka stöff, Hvað var ég að hugsa!

12 ummæli:

Fjóla Dögg sagði...

Jeijjjj!!! Dugleg ertu að klúðra svona. Þá er bara að ákveða stundina.

Ég er viss um að frændinn kunni að meta grafíkina. 10 ára gamlir strákar koma nefnilega á óvart.

Nafnlaus sagði...

Hvað segi þið um kl. 20:00 með tóma maga?

Light dinner í boði N35 en þó ekki einungis í vökvaformi!

ps. Fjóla það er frekar fyndið að vera svona í blog samskiptum við þig :)!

Fjóla Dögg sagði...

Mér líst rosalega vel á þetta. Hvaða dag?

Og já sömuleiðis...

Nafnlaus sagði...

...o hélt að það væri löngu ákveðið í öllu klúðrinu Laugadagur, vel hýr dagur :)

Nafnlaus sagði...

vá flott gjöf! Viss um að ég hefði kunnað að meta hana :)

Ég kem ef þú nærð að hlada boðinu fram að laugardegi!

Kerla

Clara sagði...

hellu skvísur..

má leggja framm tillögu með að halda þetta á fredag? :D þar sem bættist aðeins við dagskránna mína lördag?

Nafnlaus sagði...

Mín klúðurslega dagskrá er helst bara laus á laugardag. Enda var það upphaflega bókunin. Þriggja barna móðir er önnumkafnari en svo að hægt sé að rugla með dagetningar með tveggja daga fyrirvara :)

Kerla

Fjóla Dögg sagði...

Laugardagur kl 8. Mæti með eitthvað rautt ;-)

Nafnlaus sagði...

8 komment held að ég hafi aldrei fengið þau svo mörg :).

Klara það væri gaman ef þú gætir komið á Laugadaginn, en N35 verður ekki strákalaust fyrr en laugadag.

Ekki viljum við hafa þá, þeir eru jú mengaðir!

Nafnlaus sagði...

Úppz ég meinti Clara, Klara getur sitið heima :)

Unknown sagði...

Þetta á eftir að komast í tísku. Leikbær verður bráðum fullur af kmyndum eftir helstu grafíkmyndlistamenn samtímans.
Go Z! Þú ert með óskalista barnanna alveg á kristal tæru!

Fjóla Dögg sagði...

Sjáumst í kvöld!
Hlakka svo til.