Pages

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

það er leikur að læra


Ég held að maður verði fyrst gamall/gömul þegar maður hættir að læra. Svo lengi sem maður er tilbúin að læra nýja hulti, lesa nýjar bækur og bara almennt fræðast þá er maður alltaf ung/ur.

Í ár langar mig mikið til að læra tvennt, þe sauma og sníða til að geta orðið framúrskarandi fatahönnuður í Skandínavíu sem er eitthvað svo svakalega íslenskt og flippað þessa dagana. Og svo langar mig til að læra aftur smá tónfræði, svo að ég geti allaveg spilað smá á svarta rörið mitt.

Þannig að ég fór að kíkja á Mimir.is og fann nokkur svolítið fyndin námskeið.

Til dæmis er hægt að læra að seta sér markmið, það er líka hægt að finna sinn stíl og þau sem skrá sig á námskeiðið fá einnig bókina Fatastíll en hún er innifalin í námskeiðsgjaldinu.

Þau sem eru ekki svona egósentrísk geta gerst bókmenntalega þenkjandi og fræðst um Manga bækurnar, en ég gæti trúa að það sé smá gaman. Svo er hægt að læra um Feng Shui, en ég verð að viðurkenna að mér hefur dottið það námskeið í hug fyrir suma kunninga mína sem eiga það til að raða aldrei húsgögnunum sínum í hornin heldur þvert á þau (fer óstjórnlega í taugarnar á mér og það sem fer meira í taugarnar á mér er að ég skuli láta það fara í taugarnar á mér).

Flottasta námskeiðið er aftur á móti tveggja daga námskeið í að læra á GSM-inn sinn. Farið er yfir hvernig senda á sms og finna missed calls :) SNILD!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

uuu...
ég skal kenna þér tónfræði. Kauptu þér eitthvert tónfræðihefti (t.d. Agot óskarsdóttur) og ég skal útskýra og fara yfir hjá þér. Ok?

Kerla.

p.s. ekki kaupa fyrsta heftið. Það er allt of létt.