Pages

miðvikudagur, febrúar 26, 2014

Lítill strumpur

Ég var svo heppin að fá að hekla þetta fallega skírnardress á lítinn vin. Það var gaman. 






sunnudagur, febrúar 16, 2014

Húfutetur

Heimaprjónuðu jólasveinahúfurnar  slógu í gegn í desember og sá yngri tók hana varla niður, það var helst í baði sem hún fékk að fara af kollinum, því að hann svaf með hana líka.
Þegar komið var fram í janúar varð ég því að bregða á annað ráð og gerði því eins og Grýla, bjó til nýjar húfur sem ekki eru notaðar í desember. Sú fyrsta var of lítil og fór því til Rauða krossins, næstu tvær slógu í gegn. 

Þeim eldri finns samt Star wars litabókin merkilegra myndefni.

miðvikudagur, febrúar 12, 2014

Nýtt matarblogg

Ég vinn ótrúlega skemmtilega vinnu á daginn þar sem ég fæ að fylgjast með kraftaverkum gerast svo oft. Í dag fékk ég að vita af þessu kraftaverki sem ég hafði örlítið með að gera. Sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum er að aðstoða fullorðna afganska konu við að bloga matarblogg. Ótrúlega flott framtak og svo margar hindranir sem verið er að yfirstíga. Ég brosi hringinn... og slefa yfir afgönskum og írönskum mat... nammi namm!

http://havalinda.weebly.com/


mánudagur, febrúar 10, 2014

Garnbana átakið mikla og verkefni tengd því

Ég er að taka þátt í garnbana átaki Hnoðra og hnykla á Facebook sem er ótrúlega þarft átak. Allavega þarft fyrir garn-junkies eins og mig. Reglan er sú að nota það garn sem nú þegar er til á heimilinu og ekki kaupa nýtt. Ég "neyðist" til að saxa á ótrúlegt magn af garni sem ég á. Mjög gott... og skapar pláss fyrir nýtt garn.. ho ho ho.

Eitt af því sem ég hef gert er þessi trefill hér, heklaður úr færeysku garni sem ég verslaði sumarið 2010 en hafði ekki verkefni fyrir það þá. Það er svolítið gróft og ég var nokkuð efins á mðan ég var að vinna úr því, eftir ég var búin að þvo garnið varð það dúnmjúkt og gott að hafa um hálsinn. Svo ég varð sáttari. 

Markmiðið var að koma því í Sýrlandssöfnunina en ég var of sein, ekki að hekla það heldur að drífa mig með það á staðinn, bjáninn ég. Ætla samt með það því að Rauði krossinn er alltaf að safna handunni vöru og senda til Hvíta Rúslands. Það fer allavega þangað sem þess er þörf, það er nokkuð víst.   







sunnudagur, febrúar 02, 2014

Heklað fyrir smáfólkið

Eins og þið vitið þá kom bókin mín góða, Heklað fyrir smáfólkið, út fyrir jól. Ég var mjög ánægð með útkomuna enda gekk í raun allt upp. Vinkona mín Móa Hjartadóttir snillingur tók allar myndirnar og ég er í skýjunum. Hún kann að láta hekl-fígúrur lifna við fyrir framan kamerúna. Snillingur! Hérna eru myndir sem hún tók fyrir bókina en voru ekki notaðar. Njótið!