Pages

sunnudagur, mars 31, 2013

Gleðilega páska

Málsháttur
Páskasæla



Páskaskraut
Páskaungar

Páskagott

Páskanautn
   
Páskagrín
Lífið er ljúft. Páskafríið er búið að vera ein sæla. Matar sæla. Góður matur alla daga og í félagskaps góðs fólks. Páskadagur var sérlega ljúfur en þó sérstakur. Sá elsti svaf heima hjá ömmu og var mjög sáttur að vera þar án litla bróðurs. Svo fór hann í sveita ferð með afa og kom ekki heim fyrr en um kvöldið. Sá yngri svaf út og tók svo langan lúr svo við foreldrarnir heyrðum allt í einu í okkur og ég meira að segja opnaði bók!

Þá var líka tilefni að dusta aðeins rykið af myndavélinni og hlaða inn myndum frá því í desember. Hef verið mjög léleg við að setja inn, senda og taka myndir. En núna var tilefni. Ætla að standa mig betur í að taka myndir á stóru vélina í stað þess að nota símann. Og líka vera duglegri að vinna með þær.

þriðjudagur, mars 26, 2013

Spottar

Eins og alltaf er í mörg horn að líta. Við hjónaleysin erum að reyna að koma okkur fyrir í herbergi sem hafa verið út undan eftir að við fluttum. Eitt af þessum herbergjum er tölvu/sauma/hoppy herbergið okkar sem í dag er uppfullt af bókum og fullir stampar og pokar af garni. Þegar amma féll frá fékk ég garnið hennar  og sumt hef ég ekkert kíkt á. Um daginn var kominn tími til að sortera og raða og þá fann ég þetta.

Hnykill og garn vafið um pappír... svo ég ákvað að athuga hversu margir og hversu stuttir spottarnir væru.

Spottarnir voru heldur margir sem voru vafðir um pappírinn.  

Og á hnyklinum voru enn fleirri spottar...

...ég ákvað að henda spottunum!

sunnudagur, mars 10, 2013

Öskudagur skír og fagur

Ég er ekki sú fljótasta að setja hingað inn. Markmiðið var að setja inn öskudagsmyndirnar strax hér inn helst sama dag, ...en hér koma þær loks. 

Högni var Þrumuguðinn Þór. Ég saumaði 2 sett af búning og endaði svo á að prjóna á hann hringabrynju. Hann ætlaði að vera með eitthvað múður af því að hún var ekki langerma en  hann komst ekki upp með það. Ég átti svo gamla gæru sem hefur verið notuð í hitt og þetta en með fínni sylgju varð það ágætis skikja. Flotti hjálmurinn kom svo að góðum notum ásamt Mjölni, flottustu afmælisgjöf sem Högni hefur nokkurtíman fengið, að eign sögn. Heimir fór aftur á móti í náttfötum til dagmömmunar og með bangsann sinn og var mjög glaður með  það. 

Eins og í fyrra, þá saumaði ég öskupoka sem Högni fór með í skólann og heimir fékk líka fyrir sína vini hjá Dagmömmunum sínum. Um kvöldið fórum við svo á Hornið og fengum okkur í svanginn og hengdum öskupoka á gesti og gangandi, þó aðalega þjóna. Ég hef ákveðið að koma aftur af stað öskupokahefðinni. Fólk heldur nefnilega að það sé ekki lengur hægt að begja títiprjóna, en það er algjör vitleysa, það er vel hægt. 

Þrumuguðinn Þór og Náttfata Heimir á leið út í Öskudaginn
Öskupokar á hlið. 
Þrumuguðinn mjög grimmilegur
Ánægður með öskupokana

þriðjudagur, mars 05, 2013

Skrýtnir tímar

það eru skrýtnir tímar núna. Bókin mín fína er komin í umbrot og það eina sem ég geri er að bíða... þarf ekki að gera neitt. Þetta var smá rúsíbani þarna á lokasprettinum þar sem ljósmyndarinn sem ég var byrjuð að vinna með hún Björt gat ekki klárað verkið og því varð ég að finna nýjan ljósmyndara.

Það verða því ekki nokkrar uppáhaldsmyndir sem Björt tók í bókinni.
 Frk. Vélmenni
 Hrafn
 Apahringlan hangandi
 Teppið
 Hanna kolkrabbi
 Eineygða skrímslið og XOV
 Oddvar feimni sem felur sig bak við fallegu eyrun sín
 Nærsýna kisan
og hópmyndin flotta 


En á móti kemur að hann Oddvar frábæri ljósmyndari og listamaður með meiru tók fyrir mig myndirnar og þær eru æði! Eins og hann.