Ég er ekki sú fljótasta að setja hingað inn. Markmiðið var að setja inn öskudagsmyndirnar strax hér inn helst sama dag, ...en hér koma þær loks.
Högni var Þrumuguðinn Þór. Ég saumaði 2 sett af búning og endaði svo á að prjóna á hann hringabrynju. Hann ætlaði að vera með eitthvað múður af því að hún var ekki langerma en hann komst ekki upp með það. Ég átti svo gamla gæru sem hefur verið notuð í hitt og þetta en með fínni sylgju varð það ágætis skikja. Flotti hjálmurinn kom svo að góðum notum ásamt Mjölni, flottustu afmælisgjöf sem Högni hefur nokkurtíman fengið, að eign sögn. Heimir fór aftur á móti í náttfötum til dagmömmunar og með bangsann sinn og var mjög glaður með það.
Eins og í fyrra, þá saumaði ég öskupoka sem Högni fór með í skólann og heimir fékk líka fyrir sína vini hjá Dagmömmunum sínum. Um kvöldið fórum við svo á Hornið og fengum okkur í svanginn og hengdum öskupoka á gesti og gangandi, þó aðalega þjóna. Ég hef ákveðið að koma aftur af stað öskupokahefðinni. Fólk heldur nefnilega að það sé ekki lengur hægt að begja títiprjóna, en það er algjör vitleysa, það er vel hægt.